- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Á hverju ári má gera ráð fyrir að Íslendingar; fólk á vinnustöðum eða nemendur í jólapúkki verji hundruðum þúsunda í smágjafir til að gefa og þiggja. Undanfarin ár hafa nemendur haldið pakkapúkk fyrir jólin og skipst á gjöfum. Gildi þessarar hefðar hefur dvínað. Við viljum engu að síður nýta kraftinn sem býr í hugtakinu, sælla er að gefa en þiggja. Sem dæmi; ef starfsfólk Borgahólsskóla heldur jólapúkk þar sem hver kemur með glaðning að upphæð 2500 krónur væri það andvirði 172.500 króna. Margt smátt gerir eitt stórt.
Í stað þess að halda pakkapúkk þá viljum við sem í skólanum störfum, bæði nemendur og starfsfólk, láta gott af okkur leiða og gefa fjármuni til góðgerðarsamtaka; til þeirra sem minna mega sín.
Stjórnendur skólans völdu að framlag skólans renni í Velferðarsjóð Þingeyinga, bæði nemenda og starfsfólks.
Hver nemandi fékk afhent umslag til að fara með heim. Umslaginu er svo skilað í þar til gerðan góðgerðarkassa. Það var hverjum og einum frjálst hversu há fjárhæð færi í umslagið kjósi viðkomandi að styrkja málefnið. Skólinn afhendir Velferðarsjóðnum nú 225.373 kr. frá nemendum og starfsfólki sem nýtist vonandi vel yfir hátíðirnar.
Í desember 2008 var Velferðarsjóðurinn stofnaður til að styðja fjárhagslega við bakið á fjölskyldum og einstaklingum, sem eiga um sárt að binda á starfsvæði Félagsþjónustu Norðurþings.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |