- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Hvað er mælikvarði á skólastarf? Verkefnið Skólapúlsinn mælir viðhorf skólasamfélagsins til skóla ár hvert. Það er mikilvægt að útvega skólastjórnendum og sveitarfélaginu áreiðanleg, langtímamiðuð, samanburðarhæf og aðgengileg gögn um mikilvæga þætti í skólastarfinu. Í því felst að leggja spurningalista fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk.
Hægt er að skoða einstaka þætti í skólastarfinu, bera saman við landsmeðaltal og taka upplýstar ákvarðanir um viðbrögð við einstaka tilvikum. Um þessar mundir er skólinn að leggja fyrir foreldrakönnun og biðjum við foreldra í úrtakshópi að svara könnuninni til að svörunin verði sem best og myndir sem skýrust. Foreldrakönnunin mælir 40 þætti í fimm flokkum. Um 10 mínútur tekur að svara könnuninni ef einungis annað foreldrið er skráð með tölvupóstfang hjá skólanum en um 5 mínútur ef báðir foreldrar eru skráðir með tölvupóstfang. Dregið er 120 foreldra líkindaúrtak úr lista sem skólinn sendir inn í kerfið í janúar.
Svarhlutfall er núna 54% en við þurfum 80% til að könnunin verði marktæk. Fyrri umferð könnunarinnar sem staðið hefur í 10 daga lauk í gær. Forsjáraðilar í fyrri umferð fengu senda þrjá tölvupósta, eitt SMS og ein raddskilaboð. Nú hefur könnunin verið færð yfir á hinn forsjáraðilann ef upplýsingar um hann var að finna í þátttakendalistanum sem sendur var inn. Þessi póstur getur lent í ruslpóstsíu og því biðjum við ykkur um að skoða tölvupóstinn. Við hvetjum aftur þá sem lentu í úrtakinu að þessu sinni að svara könnuninni.
Þegar svarhlutfall er lægra en 70% eru niðurstöður birtar með fyrirvara um að þær endurspegla mögulega ekki almennt viðhorf foreldra í skólanum. Niðurstöður skóla með minna en 60% svarhlutfall eru ekki birtar.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |