- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það er árviss viðburður í Borgarhólsskóla að nemendur sjöunda bekkjar sækja jólatré skólans sem prýðir Sal skólans. Það er ekki yfir langan veg að fara en tréð sem er hið myndarlegasta er sótt í skógræktina í Melnum í Húsavíkurfjalli. Nemendur fóru ásamt kennurum að sækja tréð sem umhverfisstjóri Norðurþings var búinn að velja.
Krakkarnir hjálpuðust að við að bera tréð og koma því niður að skólanum. Þegar þangað var komið fengu þreyttir, kaldir en ánægðir ferðalangar heitt kakó og piparkökur sem nemendur sjötta bekkjar biðu með handa þeim.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |