- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Hann byrjaði sem fastur liður í skólastarfinu fyrir kjör fyrstu konu í forsetaembætti. Dagurinn skipar stóran sess í skólastarfi samfélagsins í aðdraganda jóla, bæði meðal nemenda og fjölskyldna þeirra. Eins hefur skólinn verið opinn gestum og gangandi.
Í ljósi sóttvarnartilmæla yfirvalda og fjöldatakmarkanna verður skólinn ekki opinn foreldrum og gestum. Samvera vina og fjölskyldna á þessum degi í skólanum verður að bíða betri tíma. Nemendur munu hins vegar skapa og föndra hvers konar jólaskraut eins og venja er á þessum degi.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |