- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur í öðrum og þriðja bekk hafa verið að vinna með samsett orð. Það er mikilvægt að tengja námið við raunveruleika nemendanna. Þeir notuðu nöfn jólasveinanna sem brátt koma til byggða. Nöfnum jólasveinanna var raðað í stafrófs- og tímaröð. Nöfnum jólasveinanna var skipt upp, ruglað saman og dregið saman ólík nöfn.
Nemendum fannst þetta mjög skemmtilegt og mörg frábær nöfn litu dagsins ljós eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Einnig komu fram nöfnin Þvöruþefur, Kertagaur, Bjúgnasleikir, Skyrþefur, Bjúgnastúfur, Ketskefill, Hurðakrækir, Askaþefur o.fl.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |