Breytt skólahald / School changes

(set your language at top of page - right side)

Á morgun mun skólastarf taka ákveðnum breytingum í samræmi við reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Skólanum hefur verið skipt í fimm hólf og nemendum í námshópa innan hólfa. Það er markmið okkar að valda eins litlu raski á skólastarfi og kostur er og að nemendur njóti menntunar. Þá er aukin áhersla á þrif og grímuskylda á nemendur í fimmta til og með tíunda bekk þar sem ekki er hægt að virða tveggja metra regluna. Auk þess ber starfsfólk grímu við störf sín. Öll utankomandi umgengni um skólann er óheimil nema með leyfi stjórnenda.

 

Nokkur atriði

-          Við förum eftir tilmælum almannavarna.

-          Skólastarf hefst kl. 815 og stendur til 1200. Sumir árgangar eru lengur vegna mötuneytis og tónlistarverkefnis.

-          Þegar komið er í skólann skulu nemendur ganga beina leið inn í þau rými sem hafa verið skilgreint fyrir hvern hóp.

-          Nemendur ganga aðeins inn um þá innganga sem eru merktir þeim. Sjá mynd.

-          Nemendur 1. – 5. bekkjar geta nýtt sér þjónustu mötuneytis.

-          Hafragrautur er ekki í boði.

-          Ávextir eru í boði fyrir nemendur 1. – 5. bekkjar en nemendur 6. – 10. bekkjar þurfa að koma með nesti í skólann.

-          Íþróttir og sund falla niður sem og skylduvalgreinar nemenda 8. – 10. bekkjar.

-          Hefðbundin list- og verkgreinakennsla fellur niður.

-          Einkatímar í Tónlistarskóla Húsavíkur halda sér.

-          Nemendur í tónlistarnámi þurfa að ganga inn um starfsmannainngang frá Skólagarði eftir kl. 1230.

-          Tilkynna skal veikindi á Mentor.

-          Í lok dags þrífa nemendur sitt svæði ásamt kennara.

-          Við biðjum nemendur að mæta vel klædda og skóaða þannig að hægt sé að njóta útiveru einhvern hluta dagsins.

-          Nemendur og starfsfólk á að fara eins lítið og mögulegt er á milli kennslusvæða.

-          Nemendur og starfsfólk eiga að vera heima ef þeir finna fyrir einkennum sem gætu bent til Covid-19.

-          Frístund starfar samkvæmt reglugerðinni.

 

Grímunotkun

Nemendur 5.-10. bekkjar verða að nota grímur á göngum og öðrum sameiginlegum rýmum þar sem hópar blandast og mætast s.s. í anddyri. Þeir sem eiga fjölnota grímur eru hvattir til að nota þær til að draga úr notkun á einnota grímum.

 

Ef smit

Ef upp kemur smit í skólanum fer smitrakning í gang. Þá gæti farið svo að skólinn, allur eða að hluta, fari í úrvinnslusóttkví sem getur staðið yfir í allt að tvo til fjóra daga. Á þeim tíma er verið að rekja smit og hafa samband við þá sem þurfa að fara í sóttkví. Að lokinni úrvinnslusóttkví kemur í ljós hverjir þurfa að fara í sóttkví.

Allar upplýsingar koma frá skólanum ef til þess kemur og munum við sjá til þess að foreldrar séu vel upplýstir í gegnum tölvupóst. Það er afar mikilvægt að foreldrar, nemendur og starfsfólk upplifi öryggi og viti að í Borgarhólsskóla er gætt er vel að sóttvörnum.

Förum varlega. Tölum við börnin og útskýrum. Við vinnum þetta saman.