- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur sjöunda bekkjar fengu í dag afhentar niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum. Nemendur fjórða bekkjar fá niðurstöður sínar á morgun. Fyrirlögnin var með rafrænum á haustdögum og gekk ágætlega. Prófin mæla afmarkaða þætti og því ætti að líta á einkunnina sem afmarkaða einkunn. Raðeinkunn sem birtist líka á vitnisburðinum segir mest til um gengi nemandans. Raðeinkunnin segir til um hvar nemandinn stendur í samanburði við alla sem tóku prófið.
Hæfnieinkunn er einkunn sem gefin er í bókstöfunum D, C, C+, B, B+ og A endurspeglar að hvaða marki nemendur hafa náð matsviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla. Staða, þar er einkunnum raðað frá B1 til B4 og C1 til C4, þar sem 1 þýðir að nemandi er í neðsta fjórðungi þeirrar einkunnar og 4 í efsta fjórðungi. Skólinn mun rýna í niðurstöðurnar og verða umsjónarkennarar í sambandi við heimilin í framhaldinu.
Mörg atriði sem nemendur hafa hæfni til, eru ekki metin í prófunum. Sköpun, frumkvæði, gagnrýnin hugsun, félagshæfni, þrautseigju, samvinnu o.fl. eru þættir sem samræmd könnunarpróf mæla ekki. Það eru hins vegar allt þættir sem skipta miklu máli í daglegu lífi og eru stór hluti af Aðalnámskrá grunnskóla.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |