- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Skólastarf er ein af grunnstoðum samfélagsins. Skólar hafa meðal annars það hlutverk að auka jöfnuð og vernda börn. Starfsfólk skólanna hefur unnið þrekvirki við að styðja við nemendur á þessum óvissutímum. Íslenskt samfélag tekst nú á við miklar áskoranir vegna heimsfaraldurs COVID-19. Gripið hefur verið til aðgerða sem eiga sér engin fordæmi á lýðveldistímum sem meðal annars snúa að skólastarfi í landinu. Öryggi og heilsa nemenda og starfsfólks er fyrir öllu.
Þeim tilmælum er beint til almennings, og sérstaklega til atvinnulífsins, að sýna sveigjanleika og ábyrgð. Foreldrar eru beðnir um að fara að þeim tilmælum sem koma frá skólayfirvöldum og skólastjórnendum um skólahald. Starfið í skólanum gengur sinn vanagang miðað við það skipulagið. Nemendur eru mikið inn í sinni kennslustofu og kennarar nota fjölbreytni til að koma til að koma til móts við nemendur. Það er ekki eðli skólastafs að nemendur og starfsfólk gangi um með grímur, dragið er úr leikjum og samveru innandyra sem utan og að nám byggi að mestu á einstaklingsvinnu.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |