- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur annars og þriðja bekkjar unnu skemmtilegt verkefni í tengslum við fjölskylduna. Þeir fjölluðu um margbreytileika fjölskyldna, breytt fjölskyldumynstur, ólík störf bæði utan heimilis og innan. Stuðst var við bókina Halló heimur sem er kjarnaefni í samfélags- og náttúrugreinum fyrir yngsta stig grunnskóla.
Sömuleiðis skoðuðu þeir réttindi barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og eigin forréttindi enda þau börn sem hafa það hvað best á Jörðinni. Verkefnið var unnið í samstarfi við myndmennt og úr urðu allskonar falleg verkefni.
Í aðalnámskrá grunnskóla – samfélagsgreinar segir meðal annars að nemandi; geti áttað sig á mikilvægi fjölskyldunnar og fjölbreytni fjölskyldugerða í samfélagi manna, sagt frá sjálfum sér með hliðsjón af búsetu, uppruna, fjölskyldu, siðum og venjum og áttað sig á að fólk býr við ólík fjölskylduform, hefur ólíkan bakgrunn og ber virðingu fyrir mismunandi lífsviðhorfum og lífsháttum.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |