29.03.2020
Nemendur fyrsta bekkjar fást við allskonar samhliða því að aðlagast breyttu skólahaldi. Hver dagur byrjar á bekkjarfundi og í liðinni viku var unnið með hrós og þakklæti. Nemendur skrifuðu færslu í þakklætisbókina sína og teiknuðu mynd. Þeir voru sömuleiðis að fást við þjóðsöguna um Búkollu. Nemendur máluðu tröll og unnu með samsett orð.
Lesa meira
23.03.2020
Vegna tilmæla frá almannavörnum og embætti sóttvarnarlæknis hafa verið gerðar nokkrar breytingar á skólastarfi. Við getum með stolti sagt að við fellum ekki skólahald niður á meðan kostur er heldur aðeins að skerða aðeins veru nemenda í skólanum. Hér að neðan má sjá þær breytingar er varðar hvenær nemendu mæta í skólann, sem gerðar hafa verið og biðjum við foreldra að kynna sér þær (staðsetningar breytast ekki). Við væntum þess að nemendur mæti á réttum tíma, hvorki of snemma né of seint. Það er mikilvægur liður í baráttunni gegn útbreiðslu smita.
Lesa meira
18.03.2020
Skólastarf gengur með hefðbundnum hætti í skólanum okkar þó að aðstæður hafi sannarlega breyst. Við viljum þakka foreldrum og nemendum fyrir tillitssemi vegna þessa. Það er mikilvægt að skólastarfið, námið sjálft gangi eins eðlilega fyrir sig og kostur er. Í upphafi dags þvo nemendur sér um hendur og spritta. Við notum verkfæri Jákvæðs aga eins og bekkjarfundi og -sáttmála enda nemendur mikið saman yfir daginn. Sömuleiðis er nokkuð um uppbrot, útiveru og hreyfingu bæði innandyra sem utan.
Lesa meira
16.03.2020
(set your language at top of page - right side)
Aðgerðir Borgarhólsskóla vegna auglýsingar heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi eru eftirfarandi.
Öllum nemendum ásamt starfsfólki hefur verið skipt upp í átta hópa. Hverjum hópi er úthlutað sérstökum inngangi í Borgarhólsskóla og við Framhaldsskólann á Húsavík. Mikilvægt er að nemendur gangi eingöngu um þann inngang sem þeim hefur verið úthlutað.
Lesa meira
15.03.2020
(in your language in Google translate at top of page, right side)
Stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins hefur lagt sig fram við það nú um helgina að undirbúa viðbrögð við samkomubanninu sem tekur gildi nú á miðnætti, vegna Covid-19. Það er rétt að minnast á það hér strax í upphafi hve ánægjulegt er að finna ríkulega fyrir samheldni og einhug sem ríkir um að leysa verkefni næstu vikna af festu, ábyrgð og yfirvegun.
Ljóst er að starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins verður með breyttu sniði næstu fjórar vikurnar. Allt skipulag skólahalds sveitarfélagsins miðast að því að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum yfirvalda um samkomubann. Breytingar á starfsemi sveitarfélagsins geta skollið á með stuttum fyrirvara og verða þá tilkynntar á heimasíðu sveitarfélagsins eða beint frá þeim stofnunum eða einingum sem við á.
Lesa meira
14.03.2020
Forinnritun nemenda sem ljúka munu 10. bekk vor 2020 (fæddir 2004 eða síðar) hófst 9. mars og lýkur 12. apríl nk. Nemendur fengu sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast inn í umsókn á netinu. Foreldrar fá einnig sent kynningarbréf um umsóknarferlið.
Lesa meira
13.03.2020
Næstkomandi mánudag verður skipulagsdagur í skólanum. Nemendur mæta ekki til vinnu þennan dag. Starfsfólk skólans mun nota daginn til að skipuleggja skólann fyrir skólastarf næstu vikur. Við vonum að þessi ákvörðun valdi sem minnstu raski á heimilum nemenda og þökkum fyrirfram tillitssemina. Í ljósi þess að samkomubann tekur gildi á mánudag biðjum við alla í skólasamfélaginu um að halda ró sinni og fylgjast vel með fréttum frá skólanum. Samkomubannið nær ekki til leik- og grunnskóla en við gerum ráð fyrir einhverjum breytingum á skólastarfinu á næstu vikum. Við vinnum í nánu sambandi við fræðsluyfirvöld og sveitarstjórn um fyrirkomulag skólastarfsins.
Við hvetjum fólk til að fylgjast með tölvupóstinum sínum, heimasíðu skólans og facebook síðunni næstu daga. Auk þess að kynna sér vefsíðuna www.covid.is.
Lesa meira
12.03.2020
Viðbragðsáætlun skólans vegna heimsfaraldurs hefur verið uppfærð miðað við það almannavarnarástand sem nú gildir í landinu. Foreldrar fengu póst í dag vegna málsins. Áætlunina má sjá HÉR. Auk þess bendum við á viðbragðsáætlun almannavarna vegna sama máls sem má finna HÉR.
Lesa meira
08.03.2020
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram síðastliðin föstudag Safnahúsinu á Húsavík. Tíu ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn og Öxarfjarðarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Lesa meira
06.03.2020
Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is
Lesa meira