02.01.2020
Til upplýsingar þá er símkerfi skólans óvirkt og verður um sinn. Ástæðan eru rafmagnstruflanir sem voru á svæðinu fyrir jól. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Við bendum á netfangið skoli@borgarholsskoli.is sem og netföng starfsfólks.
Skólastarf hefst mánudaginn 6. jan. næstkomandi. Sáumst.
Lesa meira
20.12.2019
Nemendur fögnuðu saman á Litlu jólum í dag. Í upphafi hittust nemendur í sínum heimastofum til að eiga saman notalega stund áður en haldið var í Salinn. Jólasveinarnir úr Dimmuborgum litu í heimsókn og gerðu glens og gaman í nemendum. Að því loknu var dansað í kringum jólatréð við undirleik stórsveitar Tónlistarskólans. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá deginum.
Lesa meira
19.12.2019
Hluti nemenda í sjötta og sjöunda bekk vann verkefni í jarðfræði og bjó til eldfjall. Ýmsum efnum var blandað saman og þeir hönnuðu líkan sem þurfti að mála og gera raunverulegt. Úr varð eldfjallaeyja líkt og miðju Kyrrahafinu.
Lesa meira
18.12.2019
Það er löng hefð fyrir söngstund á Sal skólans. Í morgun buðum við gestum að vera með á jólasöngsal og fylltist salurinn af fólki sem vildi njóta þessarar stundar með okkur. Við þökkum fólki kærlega fyrir komuna. Ásta Magnúsdóttir leikur undir á flygilinn ásamt léttsveit frá Tónlistarskóla Húsavíkur.
Lesa meira
18.12.2019
Það er árviss viðburður í Borgarhólsskóla að nemendur sjöunda bekkjar sækja jólatré skólans sem prýða mun Salinn á Litlu jólum. Það er ekki yfir langan veg að fara en tréð sem er hið myndarlegasta er sótt í skógræktina í Melnum í Húsavíkurfjalli. Nemendur fóru ásamt kennurum að sækja tréð sem umhverfisstjóri Norðurþings var búinn að velja.
Lesa meira
16.12.2019
Nemendur fyrsta bekkjar fóru í heimsókn á Heilbrigðisstofnuninni, Skógabrekku til að syngja jólalög fyrir heimilisfólk. Söngurinn vakti mikla gleði og kallaði fram bros á þeim sem á hlýddu. Krakkarnir stóðu sig reglulega vel og eins og segir í laginu,
„þá lífgar samt upp,
og léttir þungt skap,
líflegur ys og þys.
Heimsóknin tókst vel og mikil upplyfting í skammdeginu að fá börnin í heimsókn.
Lesa meira
12.12.2019
Samkvæmt tilkynningu frá RARIK sem gefin var út í morgun má búast við rafmagnstruflunum í dag, fimmtudag. Rafmagn fór af Húsavík í morgun og var óstöðugt. Skólastjórnendur ákváðu að fella niður skólahald af þessum sökum. Það er síður léttvæg ákvörðun enda gæti rafmagn haldist inni í allan dag. Í því felst óvissan. Aðföng bárust ekki í skólann vegna ófærðar. Hluti skólans er alveg rafmagnslaus vegna bilunar. Símkerfi og internet liggur niðri.
Lesa meira
10.12.2019
Skólahaldi er aflýst á morgun og hvatt til að halda sig innan dyra.
There is no school tomorrow and people asked to stay indoor.
Lesa meira
10.12.2019
Skólahaldi lýkur kl. 1300 í dag.
At 13:00 today the school will close.
Lesa meira
09.12.2019
Spáð er aftakaveðri víða á landinu á morgun og miðvikudag. Ástæða er til að fylgjast vel með viðvörunum og veðurspám og ljóst að ekkert ferðaveður er á landinu meðan þetta gengur yfir.
The weather forecast for tomorrow and Wednesday is extremely bad. We recommend that people take necessary action, watch and monitor the forecast. This is no weather for traveling outside the Húsavík area.
Lesa meira