- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
1 1 2 dagurinn er haldinn ellefta febrúar ár hvert. Hann er samstarfsverkefni Neyðarlínunnar og fjölda aðila sem tengjast neyðarnúmerinu með ýmsum hætti. Þeir eru: Barnaverndarstofa, Embætti landlæknis, heilsugæslustöðvar, Landhelgisgæslan, Landspítalinn, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Rauði krossinn, lögreglan, Slysavarnafélagið Landsbjörg, slökkviliðin, Samgöngustofa og Vegagerðin.
112 er samræmt neyðarnúmer Evrópu og er dagurinn haldinn víða til að minna á að aðeins þarf að kunna þetta einfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð.
Markmiðið með 112-deginum er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. Markmið dagsins er enn fremur að efla samstöðu og samkennd þeirra sem starfa að forvörnum, björgun og almannavörnum og undirstrika mikilvægi samstarfs þeirra og samhæfingar.
Skólahjúkrunarfræðingur var með fræðslu um endurlífgun fyrir nemendur sjötta bekkjar. En það er markmið að fara í alla eldri bekki og með markvissa fræðslu um endurlífgun. Börn á þessum aldri hafa líkamlega burði til þess að framkvæma endurlífgun og eru móttækileg fyrir verklegri kennslu á borð við þessa.
Markmið með kennsla í endurlífgun:
• Fjölgar þátttakendum í endurlífgun
• Eykur lífslíkur fólks
• Eykur öryggistilfinningu barna
• Eykur samfélagslega ábyrgð
Ýmsir viðbragðsaðilar heimsóttu okkur í dag að þessu tilefni og þökkum við þeim kærlega fyrir heimsóknina. Nemendur fengu að skoða tól og tæki, setjast upp í bílstjórasætið og fikta í tökkum og skoða sem þótti ansi spennandi með kveikt á bláu ljósunum.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |