- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nýlega fóru nokkrir nemendur í sjötta og sjöunda bekk í heimsókn í Hvamm. Þar gætir ýmissa grasa og margt sem heimilisfólkið á Hvammi fæst við. Nemendur fengu leiðsögn um húsið og fengu að sjá og upplifa líf heimilisfólksins. Þar er heitur pottur, pool-borð og risa sjónvarpsskjár.
Nemendur voru kurteisir og sýndu staðnum og fólkinu áhuga. Heimsókin var hin ánægjulegasta og ástæða til að endurtaka hana og stuðla að auknu samstarfi skólans og Hvamms. Heimsókn ungs fólks og barna í Hvamm er allajafna kærkomin og skilur eftir bros á hverju andliti.
Þau eru nokkur handtökin í smíðastofunni á bakvið svona listaverk.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |