Útlánum fer fækkandi

Undanfarin ár hafa stjórnvöld og menntakerfið lagt mikla áherslu á lestur. Það er mikilvægt leggja rækt við íslenska tungu og byggja upp orðaforða. Ein besta leiðin er að njóta þess að lesa. Þá þurfa börnin fyrirmyndir og leiðsögn við lesturinn.
Lesa meira

Einn af bestu dögunum í skólastarfi

Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Hann byrjaði sem fastur liður í skólastarfinu fyrir kjör fyrstu konu í forsetaembætti á Jarðarkringlunni. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þennan dag, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er jafnframt öllum opinn þennan skemmtilega dag.
Lesa meira

Sælla er að gefa en þiggja

Á hverju ári má gera ráð fyrir að Íslendingar; fólk á vinnustöðum eða nemendur í jólapúkki verji hundruðum þúsunda í smágjafir til að gefa og þiggja. Þær gleðja sannarlega enda er það hugurinn sem gildir eins og segir í máltækinu. Í Borgarhólsskóla starfa 69 einstaklingar. Ef haldið yrði jólapúkk meðal starfsfólks þar sem hver kæmi með glaðning að upphæð 2500 krónur væri það andvirði 172.500 króna. margt smátt gerir eitt stórt.
Lesa meira

Íslenskukennsla er mikilvæg

Nemendum í skólanum okkar fjölgaði um rúm 5% sem er sannarlega ánægjulegt. Mest fjölgar nýjum nemendum, fyrir utan fyrsta bekk, með annað móðurmál en íslensku.
Lesa meira

Nemendur í sláturgerð

Hluti af námi nemenda eru skylduvalgreinar. Þannig hafa nemendur áhrif á eigið nám. Ein af skylduvalgreinum Borgarhólsskóla fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk er heilbrigði og velferð. Þar eru viðfangsefnin margskonar sem lúta að bakstri og eldamennsku, útiveru, lífsleikni almennt og margt fleira.
Lesa meira

Íslenska orðið

Nemendur í sjötta og sjöunda bekk unnu með íslenska tungu í tengslum við dag hennar 16. nóvember síðastliðinn. En íslenskan býr yfir óteljandi orðum um allskonar. Nemendum var falið að eiga samtal við foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi og velja sér síðan uppáhalds orðið sitt í fjórum flokkum; skrýtnasta, fyndnasta, ljótasta og fallegasta orðið.
Lesa meira

Jafnrétti á þemadögum

Einn af grunnþáttum menntunar er jafnrétti og er liður í kjarna menntastefnunnar á Íslandi. Starfshættir, inntak náms og umhverfi eiga að taka mið af grunnþáttunum og mynda mikilvæga samfellu í íslensku skólakerfi. Jafnrétti og mannréttindi eru samofin og snerta allt skólastarf. Það er mikilvægt að gera þessi hugtök hluta af skólabrag og menningu hvers skóla.
Lesa meira

Gáfu börnunum bókamerki

Þeir eru margir velunnarar skólans & pláss fyrir fleiri. Nýlega komu félagar í Lionsklúbbi Húsavíkur færandi hendi í skólann með bókamerki að gjöf. Lionshreyfingin vinnur að alþjóðlegu verkefni gegn treglæsi. Þessi gjöf er liður í því.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu og upphaf Stóru upplestrarkeppninnar

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996.
Lesa meira

Að sjást

Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau, fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum eða á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau.
Lesa meira