Næring í próteinstykki?

Viðfangsefni nemenda í níunda bekk í náttúrugreinum var næringarfræði í liðinni viku. Eitt af viðmiðum aðalnámskrár er að nemendur geti útskýrt hvernig einstaklingur geti stuðlað að eigin velferð með ábyrgri neyslu og hegðun. Næringarfræðin er liður í þeirri kennslu.
Lesa meira

Útivist og hreyfing á degi íslenskrar náttúru

Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert.
Lesa meira

Að rannsaka hið smáa

Nemendur í fyrsta bekk finna ýmislegt áhugavert á skólalóðinni. Þeir fundu geitung fyrir nokkrum dögum og vildu rannsaka hann betur. Nemendur fengu örkennslustund þar sem stærðir hluta voru skoðaðar, allt frá stærstu stjörnuþokum niður í bylgjulengdina inn í örbylgjuofninum. Sömuleiðis skoðuðu þeir geitunginn góða í smásjá.
Lesa meira

Göngum í skólann

Þrátt fyrir rigningu í morgun og suddaveður var Borgarhólsskóli skráður til leiks í verkefnið Göngum í skólann. Göngum í skólann er hluti af verkefninu ,,Virkar og öruggar leiðir í skólann", sem nýtur stuðnings "Go for Green" og annarra samstarfsaðila.
Lesa meira

Björt í sumarhúsi

Elstu nemendur Grænuvalla komu í heimsókn í morgun og fóru ásamt nemendum í fyrsta, öðrum og þriðja bekk á leiksýninguna Björt í sumarhúsi í Salnum. Verkið er söngleikur fyrir börn eftir Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns sem byggir á ljóðum úr bókinni ,,Gælur, fælur og þvælur”.
Lesa meira

Sykursæt stærðfræði

Stærðfræðin á sér marga anga. Nemendur áttunda bekkjar fengust við fjölbreyttar þrautir í stærðfræðikennslustundum í upphafi skólaárs. Í einni kennslustund var viðfangsefnið, hjálpargögn í stærðfræði.
Lesa meira

Skylduvalgreinar hjá unglingunum

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira

Höfuðlús - Head Louse

Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynnaum lúsasmit í skólann. The head louse is still today alive in abundance in all parts of the world. The louse does not cause danger to the health of people. It is no respecter of persons and is not a testimony of uncleanliness. The louse is contracted through physical contact and from time to time epidemics will arise especially where children stay together e.g. in kindergartens and primary school.
Lesa meira

Breyting á útivistartíma

Í dag, fyrsta september, breytist leyfilegur útivistartími barna samkvæmt útivistarreglum. Þær eru þannig að börn 12 og yngri mega vera úti til 20:00 og börn á aldrinum 13 til og með 16 ára mega vera úti til 22:00. Foreldrar og forráðamenn hafa fullan rétt til að stytta þann tíma. Útivistarreglurnar eru landslög. Aldur miðast við fæðingarár. En bregða má út af reglunum þegar börn á aldrinum 13 til og með 16 ára eru á leið heim af viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Lesa meira

Eiki sómir sér vel á Héraðsskjalasafninu

Það kennir ýmissa grasa í geymslum skólans, á skólabókasafninu eða einhverjum ganganna. Kennslutæki og -tól hafa breyst hratt síðastliðna áratugi. Tæki úreldast og önnur taka við. Á starfsmannagangi skólans er lítil sýning með gömlum kennslugögnum sem vekja athygli nemenda og gesta sem koma í skólann.
Lesa meira