- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Hugtakið flensa er almennt notað yfir hverskyns kvefpestir og kverkaskít og réttilega eru margar ólíkar veirusýkingar í gangi á sama tíma sem geta valdið svipuðum einkennum. Ein þessara veirusýkinga kallast inflúensa og er almennt talin sú skæðasta. Hún er bráðsmitandi en fólk verður einnig almennt meira lasið af henni en af öðrum veirusýkingum. Inflúensan er árleg og nær hámarki frá seinni hluta janúar og fram í mars, þó að hennar geti verið vart miklu lengur. Inflúensan orsakast af veiru sem berst manna á milli með úðasmiti (hósta, hnerra) eða með snertingu (hendur), smithætta er meiri innanhúss.
Skólastarf þessa dagana tekur sannarlega mið af flensunni en í dag vantaði þriðja hvern nemanda í skólann. En þeir eru 289 talsins en rúmlega hundrað nemendur vantaði í lok dags. Annað hvort mættu þeir ekki í dag eða fóru veikir heim. Sömuleiðis vantaði um helming starfsfólks sem annað hvort var veikt eða heima hjá veiku barni.
Þar sem um er að ræða veirusýkingu þá hjálpa sýklalyf ekki. Til að minnka einkenni er fólki ráðlagt að drekka nægan vökva, nota hitalækkandi lyf og verkjalyf, í sumum tilvikum hjálpar nefúði. Mikilvægt er að reyna að forðast smit með því að þvo sér um hendur, ekki vera í beinni snertingu við fólk sem eru veikt. Það má gera ráð fyrir að skólastarf raskist áfram vegna þessa næstu daga.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |