23.05.2019
Nýlega fóru nemendur í hvalaskoðun og siglingu um Skjálfanda í boði Norðursiglingar. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur í níunda bekk unnu að í tenglum við þessa vettvangsferð var ritunarverkefni og var blásið til ritunarsamkeppni. Verkefnið fólst í að rita Norðursiglingu þakkarbréf.
Sá nemandi sem sigraði þessa litlu og góðlátlega samkeppni var Aþena Marey Ingimarsdóttir.
Lesa meira
23.04.2019
Nemendur í 6. bekk lásu nýlega bókina Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson. Unnið var með efnið á fjölbreyttan hátt og var lokaverkefnið sérstaklega áhugavert. Nemendur unnu saman í hópum og bjuggu til sína eigin útgáfu af blokkinni og umhverfi hennar.
Lesa meira
12.04.2019
Undanfarin ár hafa nemendur í áttunda bekk kannað aðgengi að stofnunum og fyrirtækjum fyrir fólk sem er í hjólastól. Við fáum lánaða tvo hjólastóla í Hvammi og skiptast nemendur á að aka sjálfir og hver öðrum um miðbæ Húsavíkur.
Lesa meira
12.04.2019
Nemendur fimmta bekkjar gengu í hús á Húsavík í marsmánuði til að safna fyrir ABC-barnahjálp. Alls söfnuðust 199.691 kr. sem er dágott. ABC-barnahjálp er íslenskt hjálparstarf sem stofnað var 1988 í þeim tilgangi að veita nauðstöddum börnum varanlega hjálp. ABC starfar í 8 löndum í Afríku og Asíu. Skjólstæðingar ABC eru þeir umkomulausu og markmiðið er að hjálpa þeim að lifa lífinu með reisn. Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Lesa meira
10.04.2019
Ein af skylduvalgreinum að þessu sinni fyrir unglingana okkar var leiklist. Borgarhólsskóli var í samstarfsverkefni við Þjóðleikhúsið. En leiklistarverkefnið Þjóðleikur, sem Þjóðleikhúsið hleypti af stokkunum fyrir rúmum tíu árum, hefur vaxið og dafnað ár frá ári. Markmiðið var frá upphafi skýrt og hefur ekkert breyst: Að tengja Þjóðleikhúsið á lifandi hátt við ungt fólk, 13-20 ára, á landsbyggðinni og efla þannig bæði áhuga þess og þekkingu á listforminu.
Lesa meira
10.04.2019
Nýlega fóru fram norðurlandsriðlar í Skólahreysti í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar öttu kappi nemendur í skólum utan Akureyrar annarsvegar og hinsvegar á Akureyri. Lið Borgarhólsskóla var skipað þeim Alex Jónssyni, Dagbjörtu Lilju Daníelsdóttur, Heimi Mána Guðvarðssyni og Hildi Önnu Brynjarsdóttur auk varamannanna Jóhannesi Óla Sveinssyni og Sylvíu Lind Henrýsdóttur. Þau voru skólanum sínum til mikils sóma
Lesa meira
07.04.2019
Nýlega kom fulltrúi frá Samtökunum ´78 í heimsókn í skólann. Samtökin eru baráttu- og hagsmunafélag hinsegin fólks á Íslandi. Til hinsegin fólks teljast m.a. samkynhneigðir, tvíkynhneigðir, pankynhneigðir, eikynhneigðir, trans fólk og intersex fólk.
Lesa meira
27.03.2019
Eins og á öðrum bókasöfnum er haldin góð skrá yfir útlán á bókum. Skólabókasafnið okkar í Borgarhólsskóla er þar engin undantekning. Sömuleiðis er haldin skrá yfir útlán á spilum. Safnið er vel bókum búið og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi til að njóta lesturs.
Lesa meira
20.03.2019
Samkvæmt rannsóknum þjást um 12% Íslendinga af óeðlilegum og sjúklegum kvíða. Nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar fóru í morgun á leiksýninguna Fyrirlestur um eitthvað fallegt í Hofi á Akureyri. Viðburðurinn er í boði List fyrir alla í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og Akureyrarbæ. Leikverkið fjallar á gamansaman hátt um þetta erfiða málefni, með það að markmiði að vekja fólk til meðvitundar og opna umræðuna enn frekar um geðheilbrigði á Íslandi.
Lesa meira
18.03.2019
Nýlega tóku nemendur í tíunda bekk þátt í evrópskri vímuefnarannsókn (ESPAD). Rannsóknin heufr verið lögð fyrir íslensk ungmenni í aldarfjórðung og því til gríðarlega mikið af upplýsingum um vímefnanotkun íslenskra ungmenna. ESPAD rannsóknin er gerð á fjögurra ára fresti, víðsvegar um Evrópu og eru þátttakendur grunnskólabörn á aldrinum 15-16 ára (ESPAD, 2018). Markmið rannsóknarinnar er að skoða vímuefnaneyslu unglinga á Íslandi, með tilliti til samskipta þeirra við foreldra. Vímuefnaneysla er hér notað sem yfirheiti yfir áfengisneyslu og öll önnur ávanabindandi efni.
Lesa meira