16.11.2018
Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996.
Lesa meira
11.11.2018
Skólinn hefur opnað nýja heimasíðu og næstu daga má búast við einhverjum truflunum á henni. Við vonum að hún verði aðgengilegri og nýtist betur. Unnið er á uppfærslu á efni og gögnum. Sömuleiðis að gera hana gagnvirkari í samskiptum heimilis og skóla.
Lesa meira
08.11.2018
Í dag, 8. nóvember er forvarnardagur gegn einelti líkt og ár hvert. Í ár klæddust nemendur grænu með vísan í græna karlinn en hann er verndari í Eineltishring Olweusar. Hann stígur upp og mótmælir einelti og stendur með þeim sem eru lagðir í einelti.
Lesa meira
31.10.2018
Í skólanum er einn af hverjum ellefu nemendum með íslensku sem annað tungumál eða á heimili þeirra talað annað tungumál en íslenska. Hulda Karen Daníelsdóttir sérfræðingur hjá Menntamálastofnun í íslensku sem annað tungumál var í heimsókn í skólanum í dag. Foreldrum þessara barna bauðst að hitta hana bæði sameiginlega og í einkaviðtölum og voru foreldrar duglegir að nýta sér þessa þjónustu.
Lesa meira
30.10.2018
Nemendur bæði fjórða og sjöunda bekkjar fengu í dag afhendar niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum. Fyrirlögnin var með rafrænum á haustdögum og gekk ágætlega. Prófin mæla afmarkaða þætti og því ætti að líta á einkunnina sem afmarkaða einkunn, betra viðmið er að horfa á raðeinkunn nemenda. Raðeinkunn segir til um hvar nemandinn er staddur miðað við þá sem þreyttu prófið.
Mörg atriði sem nemendur hafa hæfni til, eru ekki metin í prófunum. Sköpun, frumkvæði, gagnrýnin hugsuna, félagshæfni, þrautseigju, samvinnu o.fl. eru þættir sem samræmd könnunarpróf mæla ekki. Það eru hins vegar allt þættir sem skipta miklu máli í daglegu lífi og eru stór hluti af Aðalnámskrá grunnskóla.
Lesa meira
29.10.2018
Nemendur koma saman, eiga notalega stund, syngja og dansa kringum jólatré skólans. Mismunandi tímasetningar hjá árgöngum. Að loknum Litlu jólum halda nemendur og starfsfólk í jólaleyfi. Athugið að tímasetningar er mismunandi eftir teymum.
Lesa meira
29.10.2018
Nemendur, foreldrar, afar og ömmur, gestir og gangandi býðst að föndra hvers konar jóladót. Kaffihús í sal skólans sem liður í fjáröflun nemenda 10. bekkjar. Nemendur Tónlistarskóla Húsavíkur halda litla tónleika víða um skólann.
Lesa meira
25.10.2018
Fullveldishátíð í skólanum þar sem foreldrar eru hvattir til þátttöku í þessum degi.
Lesa meira
24.10.2018
Samtal heimilis og skóla er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Þar hittast foreldrar, nemandi og kennari og ræða stöðu nemandans. Það er ljóst að mæður mæta einar í meirihluta viðtala samkvæmt skráningu nú í haust. Báðir foreldrar mæta í rúmlega eitt af hverjum þremur og í tæplega einu af hverjum tíu samtölum mæta feður einir. Mæður mæta í 92% samtala og feður í 45% þeirra.
Lesa meira
22.10.2018
Skipulagsdagur starfsfólks. Nemendur í leyfi frá skóla.
Lesa meira