22.10.2018
Skipulagasdagur sem vera átti mánudaginn 5. nóvember næstkomandi hefur verið færður til mánudagsins 26. nóvember síðar í mánuðinum. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
Lesa meira
15.10.2018
Nýlega frumsýndu nemendur tíunda bekkjar leikritið Gauragangur í Samkomuhúsinu á Húsavík við reglulega góðar undirtektir. Leikstjóri var Karen Erludóttir sem er nýútskrifuð úr leiklistanámi í Los Angeles. Höfundur verksins er Ólafur Haukur Símonarson. Verkið þekkja margir og það hefur víða verið sett upp. Leikfélag Húsavíkur setti verkið upp 1995 sömuleiðis við góðar undirtektir.
Lesa meira
15.10.2018
Það er margt sem nemendur fást við í skólanum. Nemendur fjórða bekkjar voru í spennandi samstarfsverkefni í textílmennt og tölvuvinnu. Þeir fengu kynningu á teikniforriti og áttu að hanna mynd sem var síðan skorin út í vinylskera. Á sama tíma voru þeir að hanna og sauma sund- eða bakpoka og þeirra eigin merki fest á pokann.
Lesa meira
01.10.2018
Í júní síðastliðnum voru samþykkt lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ljóst er að innihald þeirra hefur áhrif á skólastarf, bæði út á við og ekki síður innan hverrar stofnunar sem málið varðar. Í grunninn fjallar löggjöfin um hvernig farið er með persónuupplýsingar, aðgengi að þeim og miðlun. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi.
Lesa meira
14.09.2018
Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert. Markmið göngudagsins falla vel að grunnþáttum menntunar í heilbrigði og velferð en þar er lögð áhersla á að leiðbeina nemendum um að temja sér heilbrigða lífshætti og ábyrga umgengni við líf og umhverfi. Markvisst hreyfiuppeldi leggur grunn að líkamlegri, andlegri og félagslegri færni nemenda.
Lesa meira
14.09.2018
Nemendur fyrsta til þriðja bekkjar fengu skemmtilega heimsókn í skólann. Þeir fóru á brúðuleikhússýningu frá Bernd Ogrodnik. Sömuleiðis komu elstu nemendur Grænuvalla í heimsókn í skólann til að fara á sýninguna. En það er Þjóðleikhúsið sem býður nemendum upp á þessa sýningu sem fangaði athygli allra gesta, bæði bæði nemenda og kennara.
Lesa meira
07.09.2018
Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna um lúsasmit í skólann. Nánari upplýsingar veitir skólahjúkrunarfræðingur.
Lesa meira
03.09.2018
Tvívegis á hverju ári breytast reglur um útivistartíma barna. Að vori og hausti. En fyrsta september síðastliðinn styttist útivistartími um tvær klukkustundir. Þau aldursmörk sem getið er um í reglunum miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag, því gilda sömu reglur um fyrir öll börn í sama árgangi.
Lesa meira
29.08.2018
Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Tilgangurinn með valfrelsi nemenda á unglingsstigi er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra , kennara og námsráðgjafa. Val í námi skal miða að skipulegum undirbúningi fyrir nám í framhaldsskóla og taka mið af undirbúningi fyrir bóknám, starfsmenntun, list- og tækninám.
Lesa meira
22.08.2018
Það er komið að tímamótum með vonum og væntingum. Skólastarfið að hefjast. Þórgunnur Reykjalín skólastjóri bauð nemendur, foreldra og starfsfólk velkomið til starfa í dag. Sérstaklega nýja nemendur og foreldra við skólann og þá sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta bekk.
Lesa meira