- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Í skólanum er einn af hverjum ellefu nemendum með íslensku sem annað tungumál eða á heimili þeirra talað annað tungumál en íslenska. Hulda Karen Daníelsdóttir sérfræðingur hjá Menntamálastofnun í íslensku sem annað tungumál var í heimsókn í skólanum í dag. Foreldrum þessara barna bauðst að hitta hana bæði sameiginlega og í einkaviðtölum og voru foreldrar duglegir að nýta sér þessa þjónustu.
Sömuleiðis kynnti hún sér skólann, kíkti inn í kennslustundir og jafnframt heimsótti hún Grænuvelli. Kennurum bauðst að hitta hana til að ræða um lausnir og hugmyndir fyrir kennslu þessara nemenda. Á kennarafundi hlýddu kennara á fræðsluerindi frá Huldu Karen. En hún er frumkvöðull á þessu sviði og aðili að tungumálatorgi, www.tungumalatorg.is. Það er verkefni með rætur í opinberri stefnumótun og skólastarfi. Það byggir á starfi fjölmargra frumkvöðla og sýn á stöðu, þarfir og framtíðskólastarfs. Tungumálatorgið er opinn vettvangur í stöðugri mótun. Hann er notendum að kostnaðarlausu en þar má einnig finna vefsvæði sem tekur á móti nýjum íbúum og aðstoðar þá, sjá http://tungumalatorg.is/velkomin/.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |