Lús í skólanum

Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna um lúsasmit í skólann. Nánari upplýsingar veitir skólahjúkrunarfræðingur. Tölvupóstur fór heim í dag vegna málsins.
Lesa meira

Samtal um notkun samfélagsmiðla

Umræða um notkun samfélagsmiðla, netnotkun og skjáfíkn er mikil í samfélaginu. Nemendur í fjórða og fimmta bekk fengu fræðslu og áttu samtal um neteinelti í dag. Hvernig það birtist, hvernig hægt er að bregðast við, hvað er löglegt í notkun samfélagsmiðla og afleiðingar eineltis.
Lesa meira

Fulltrúi lands og þjóðar

Unga fólkið stendur sig víða vel. Nemendur skólans hafa farið á úrtaks- og landsliðsæfingar og valin til að keppa fyrir land og þjóð. Arney Kjartansdóttir, nemandi í 10. bekk hefur æft blak í sex ár og tekið þátt í slíkum æfingum og fór nýverið til Tékklands til að keppa með U-17 landsliðinu í blaki.
Lesa meira

Að kjósa 16 ára?

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að lækka kosningaaldur í 16 ára í sveitarstjórnarkosningum. Breytingin er eftirfarandi: Kosningarrétt við kosningar til sveitarstjórnar á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 16 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu. Málið hefur áður verið lagt fram en ekki hlotið brautargengi. Nánar má lesa um málið á vef Alþingis.
Lesa meira

Skylduvalgreinar í 8. – 10. bekk, vorhluti

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira

GLEÐILEG JÓL

Starfsfólk Borgarhólsskóla óskar nemendum, foreldrum og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla. Bestu þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Vonandi njóta allir jólanna í faðmi fjölskyldu og vina. Kennsla hefst fimmtudaginn 4. jan. 2018. Hátíðarkveðjur, starfsfólk Borgarhólsskóla
Lesa meira

Uppbrot og hefðir fyrir jól

Nám og kennsla er gjarnan með óhefðbundnu sniði í aðdraganda jóla. Nemendur vinna með kostnað við jólin, syngja jólalögin, svara getraunum, föndra hvers konar jólaskraut og lita jólamyndir og margt fleira.
Lesa meira

ÚRSLIT OG ÞAKKIR AÐ LOKINNI JÓLAGETRAUN

Úrslit í jólagetraun unglingastigs 2017 voru kynnt í dag, þriðjudag. Í getrauninni voru birtar 12 ólíkar spurningar. Í upphafi voru um 20 nemendur sem tóku þátt og var þátttaka sæmileg. Nemendur skiluðu svörum sínum með rafrænum hætti. Margir lögðu mikið á sig sem er ákaflega ánægjulegt.
Lesa meira

Spurning dagsins - nr. 12

Til að greina að hluti notum við ákveðið fyrirbæri. Þó aðeins ef þeir eru merkingalega nátengdir. Hvað þá ef sá síðari er afleiðing hins eða jafnvel andstæða. Þegar maður þarf að telja upp nokkra hluti þá er fyrirbærið gjarnan notað. Þó aðeins þá liði sem eiga saman. Fyrirbærið á sér samheiti sem er samsett orð. Það orð er annarsvegar samansett úr nafni á hundi í frægum barnabókum sem Eric Hill er höfundur að og hinsvegar nafnorð af sögninni í síðustu setningu Snorra Sturlusonar. En hvert er fyrirbærið?
Lesa meira

Jólagetraunir í skólanum

Það gaman að giska, reyna að hugann og hugsa. Það eru getraunir í gangi í öllum skólanum. Nemendur fyrsta til þriðja bekkjar fá umferðargetraun. Þeir eiga að svara fimm fjölvalsspurningum varðar umferðina og umferðaröryggi. Nemendur í fjórða til sjöunda bekkjar fá húsagetraun þar sem þeir fá fimm opnar spurningar varðandi ýmsar byggingar, bæði sem enn standa og búið er að rífa, á Húsavík. Við þökkum Landsbankanum fyrir samstarfið í þessum getraunum en tveir nemendur í hverjum árgangi verða dregnir út og vinna þeir til vinninga. Nemendur eiga að skila svörum við getraununum næstkomandi mánudag.
Lesa meira