- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá lísti Ríkislögreglustjóri síðastliðinn mánudag í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurland. Samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna jarðskjálfta í Þingeyjarsýslu virkjast ákvæði sem snýr að Borgarhólsskóla.
Á óvissustigi er það hlutverk skólans að upplýsa nemendur og starfsfólk um stöðu mála. Starfsfólk fékk upplýsingar með tölvupósti og kennarar hafa í dag og munu á morgun fræða nemendur um stöðu mála. Fjallað er stuttlega um fræðin og viðbrögð við jarðskjálfta. Nemendur eru hvattir til að kynna sér málið frekar á veraldarvefnum og með foreldrum sínum; hvar á að skrúfa fyrir vatnið og hvað gerir maður þegar skjálfti ríður yfir o.fl. Við hvetjum foreldra til að fara á vef Almannavarna og kynna sér málið frekar.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |