06.09.2017
Næstkomandi föstudag er skipulagsdagur í skólanum og nemendur mæta ekki til starfa í skólann. Dagurinn er samskóladagur þar sem starfsfólk nokkurra skóla á svæðinu kemur saman til skrafs og ráðagerða.
Lesa meira
01.09.2017
Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna um lúsasmit í skólann. Nánari upplýsingar veitir skólahjúkrunarfræðingur.
Lesa meira
30.08.2017
Söngurinn lengir lífið er Íslendingum kunnugt. Nemendur 1. til 7. bekkjar hittust á söngsal í morgun til að syngja, dilla sér og hafa gaman. Nemendur sjöunda bekkjar heimsóttu nemendur í fyrsta bekk og nemendur sjötta bekkjar nemendur í þriðja bekk og buðu þeim með á sal. Nemendur í tíunda bekk fengu jafnframt að syngja með.
Lesa meira
27.08.2017
Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira
25.08.2017
Fyrsti bekkur mætti í skólann í fyrsta sinn á hefðbundinn skóladag. Nemendur sögðu frá sumarfríinu sínu, teiknuðu mynd og skrifuðu svo við myndina.
Lesa meira
22.08.2017
Haustið kallaði saman nemendur, foreldra og starfsfólk Borgarhólsskóla í dag við upphaf skólaársins 2017 2018. Sólin skein skært, íslenski fáninn við hún og ákveðin spenna í loftinu núna þegar skólastarf er hafið með hefðbundnum hætti. Framundan eru ný ævintýri.
Lesa meira
08.08.2017
Skólaárið 2017-2018 í Borgarhólsskóla hefst 22. ágúst næstkomandi. Skólastjóri tekur á móti öllum nemendum kl. 15:30 við vesturinngang. Nemendur 2. - 10. bekkjar hitta síðan kennara sína í skólastofur þar sem þeir fá nauðsynlegar upplýsingar. Nemendur sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta bekk verða boðaðir í viðtal af umsjónakennara.
Lesa meira
19.06.2017
Um er að ræða tvær tímabundnar stöður vegna leyfa og forfalla.
Afleysingastaða 100% starf, næsta skólaár og 100% afleysingastaða til áramóta.
Lesa meira
08.06.2017
Hér má nálgast innkaupalista fyrir haustið 2017.
Lesa meira
01.06.2017
Að vinna saman, fara út fyrir eigin þægindaramma og gera kröfur til sjálfs sín. Verkefninu Survivor árið 2017 er nú lokið. Nemendum á unglingastigi er skipt í fjóra ættbálka; þurfa að kjósa ættarhöfingja af hvoru kyni, skapa jákvæða og góða stemningu, semja hvatningarhróp sem ber hverjum hópi byr í brjóst. Jafnframt þarf að skipuleggja þau verkefni sem bíða hópsins. Þrautir sem reyna á líkama, huga og sál. Þrautirnar krefjast þess að hver í ættbálki þarf að hlaupa, stökkva, hugsa, elda, koma fram og hafa úthald og útsjónarsemi svo dæmi séu tekin.
Lesa meira