07.04.2017
Nemendur í 1. bekk voru í miklu páskaskapi enda styttist í páska. Eina helstu hátíð kristinna manna, tími súkkulaðieggja og málshátta. Nemendur unnu páskakrans sem var skreyttur með hvers konar mynstri.
Lesa meira
29.03.2017
Á hverju ári setur skólinn upp samkomu þar sem nemendur koma fram, syngja, dansa og leika. Samkoman er liður í fjáröflun 7. bekkjar sem fer í skólabúðir í Mývatnssveit að vori. Dagskráin er fjölbreytt að vanda.
Lesa meira
29.03.2017
Áður auglýsti skólinn laus störf þriggja deildarstjóra við skólann. Annarsvegar starf deildarstjóri 1. 5. bekkjar og deildarstjóri 6. 10. bekkjar hinsvegar sem eru 100% starf hvort með kennslu, 74% stjórnun. Jafnframt deildarstjóra stoðþjónustu sem er 50% starf.
Lesa meira
27.03.2017
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram síðastliðinn föstudag í Safnahúsinu á Húsavík. Átta ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Reykjahlíðarskóla og Þingeyjarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Lesa meira
23.03.2017
Þriðjungur þess matar sem keyptur er inn á heimili fer beint í ruslið samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eða um 1.3 milljón tonn af mat á hverju ári í heiminum. Mat sem er sóað hefði mögulega getað brauðfætt milljónir manna og minnkað þá hungursneyð sem steðjar að ýmis staðar í heiminum. Þar að auki hefur framleiðsla matar oft talsverð neikvæð umhverfisáhrif sem þjóna þá engum tilgangi ef maturinn er ekki nýttur og eykur verulega við magn úrgangs sem þarf að urða.
Lesa meira
17.03.2017
Á unglingastigi er tæknilego valáfangi í boði. Þar er unnið með hönnun, sköpun og forritun. Nemendur smíða hvers konar hluti bæði eftir fyrirmælum og eigin hugmyndaflugi. Áfanginn hefur gefist vel og vekur áhuga margra nemenda.
Lesa meira
16.03.2017
Störf deildarstjóra 1.-5. bekkjar og 6.-10.bekkjar við Borgarhólsskóla eru laus til umsóknar. Um er að ræða störf í stjórnunarteymi skólans. Einnig er laust til umsóknar 50% starf deildarstjóra stoðþjónustu (með möguleika á kennslu á móti 50%) en frá og með hausti 2017 verða tveir deildarstjórar stiga og einn deildarstjóri stoðþjónustu við skólann. Þeir bera ábyrgð á og stjórna daglegu starfi skólans.
Lesa meira
09.03.2017
Starfsmenn skólans þurfa að fara inn á slóðina http://portal.office.com til að skrá sig inn í vefpóst. Hlekkurinn efst á forsíðunni verður uppfærður fljótlega.
Lesa meira
08.03.2017
Tölvupóstur starfsfólks skólans virkar ekki sem skyldi og óvíst að póstur berist hvorki inn né út. Við biðjum fólk að nota samfélagsmiðla eða síma ef koma þarf skilaboðum til fólks. Ástæðan er flutningur og endurbætur á tölvukerfi skólans, netþjóni og tölvupósti. Við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að valda en vonandi kemst þetta í lag í þessari viku.
Lesa meira
08.03.2017
Í dag fór fram undankeppni skólans vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Verkefnið sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Tíu nemendur 7. bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Sal skólans.
Lesa meira