- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Haustið kallaði saman nemendur, foreldra og starfsfólk Borgarhólsskóla í dag við upphaf skólaársins 2017 2018. Sólin skein skært, íslenski fáninn við hún og ákveðin spenna í loftinu núna þegar skólastarf er hafið með hefðbundnum hætti. Framundan eru ný ævintýri.
Að lokinni stuttri athöfn hittu nemendur umsjónakennara sína, fengu stundatöflu og önnur nauðsynleg gögn fyrir skólaárið. Nemendur fyrsta bekkjar sem hitta sína kennara næstu daga voru sérstaklega boðnir velkomnir til starfa sem og nýir nemendur við skólann.
Nemendum hefur fækkað frá fyrra ári og eru skráðir 286 við upphaf skólaársins. Starfsmenn eru 58 talsins í mismunandi starfshlutföllum. Nú fer allt að komast í fastar skorður og Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir hafði á orði að framundan er skólastarf sem á að einkennast af reglu og staðfestu, uppbyggingu, samvinnu og gleði. Að jákvæðni skili miklu og tækifæri og lausnir finnist allt um kring, bara ef við gefum okkur tíma til að leita. Ef skólaandi byggir á lífsgleði og vellíðan allra er allt hægt.
Jafnframt kom fram í máli Þórgunnar að allir eigi að geta átt öruggt athvarf í skólanum. Hún óskaði eftir því að foreldrar að ræði um einelti, stríðni og slíka hluti opinskátt nú í skólabyrjun við börn sín og mikilvægi vináttunnar, kærleikans og þess að koma fram við alla af virðingu. Það á enginn að líða sálarkvalir í skólanum sínum.
Nokkrar breytingar eru í starfsliði skólans en áður hefur verið greint frá þeim sem hafa látið af störfum. Nýtt starfsfólk er; Guðrún Gísladóttir, stuðningsfulltrúi, Kristjana Eysteinsdottir grunnskólakennari, Guðrún Sædís Harðardóttir, grunnskólakennari, Helga Dagný Einarsdóttir, leiðbeinandi í textílmennt og Eyrún ÝrTryggvadóttir kennari. Þá er nýr skólahjúkrunarfræðingur tekin til starfa og er það Díana Jónsdóttir.
Þórgunnur kynnti jafnframt nýja deildarstjóra við skólann, þau; Kolbrúnu Öda Gunnarsdóttur deildarstjóri 1.-5. bekkjar, Hjálmar Boga Hafliðason deildarstjóri 6.-10. bekkjar og Elsu Björk Skúladóttur, deildarstjóri stoðþjónustu.
Þórgunnur gerði samstarf heimila og skóla að umtalsefni og mikilvægi þess á málefnalegum grunni. Lykillinn að velgengni nemenda er traust samstarf heimilis og skóla. Hún biðlaði til foreldra að bjóða sig fram til starfa fyrir foreldrafélag skólans. Það væri mikilvægt að hjálpast að búa til öflugt foreldrasamstarf sem hefði áhrif á allt skólasamfélagið. Öll berum við ábyrgð á því að auka metnað nemenda og bæta námsárangur.
Skólastjóri bauð loks nemendum að ganga inn í skólann, skoða og hitta kennarana sína og starfsfólk skólans.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |