01.03.2017
Í Borgarhólsskóla er kennt á Öskudegi og nemendur og starfsfólk mætti flest í búning í tilefni dagsins. Pakki utan af morgunkorni, kúreki eða sjálfur þrumuguðinn Þór spígsporuðu um ganga skólans fullit tilhlökkunar enda stóð til að ganga í verslunar- og þjónustufyrirtæki í bænum.
Lesa meira
28.02.2017
Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2001 eða síðar) hefst mánudaginn 6. mars og lýkur mánudaginn 10. apríl. Í grunnskólum sínum fá nemendur afhent bréf frá Menntamálastofnun sem inniheldur leiðbeiningar um umsóknarferlið og veflykil sem gengur að umsókn á Menntagáttinni. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina sent á lögheimili sitt.
Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni.
Lesa meira
22.02.2017
Margir nemendur skólans iðka íþróttir af kappi og leggja sig alla fram. Það er ánægjulegt þegar þeir skara fram úr á landsvísu. En nokkrir nemendur skólans taka þátt í æfingum og leikjum fyrir Íslands hönd í sinni íþróttagrein.
Lesa meira
21.02.2017
Síðastliðna helgi fór fram hin árlega söngkeppni Tónkvíslin, söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum. Nemendur í grunnskólum á svæðinu geta jafnframt tekið þátt. Nokkrir nemendur úr Borgarhólsskóla tóku þátt og stóðu sig vel.
Lesa meira
15.02.2017
Það hefur viðrað vel á nýju ári, verulega snjólétt og hiti jafnvel yfir 10°C núna í febrúar. Starfsfólk skólans hefur nýtt tækifærið til að hreinsa til í kringum skólann, skola ryki og skít af skólalóðinni.
Lesa meira
15.02.2017
Fyrir skömmu hófst átak meðal kennaranema í grunnskólafræði við Háskóla Íslands við að fjölga fólki í þeim fræðum. Einn liður í því er að nýta samfélagsmiðilinn Snapchat. Kennaranemar og kennarar víða um land skiptast á að hafa þann miðil til að deila námi sínu og vinnu sinni.
Lesa meira
14.02.2017
Að venju blóta nemendur í 8. bekk ásamt foreldrum og kennurum þorrann. Blótið var haldið síðastliðið fimmtudagskvöld og gekk reglulega vel. Nemendur hafa sjálfir veg og vanda að skipulagningu. Nemendum er skipt í nefndir eftir áhuga og þeir fást við ólík verkefni.
Lesa meira
10.02.2017
Það ríkti algjör ró og innri friður á ýmsum tímum í skólanum í gær. Skólinn var þátttakandi viðburði sem kallast Fiðrildi sem felst í hugleiða saman. Hugleiðslan er einföld og aðgengileg.
Lesa meira
03.02.2017
Í dag hélt 1. bekkur hátíð því að í dag var 100. dagurinn þeirra í skólanum. Nemendur héldum upp á daginn með því að mæta í náttfötum eða rauðum fötum þar sem það var einnig rauður dagur. Unnið var í hópum og búin til talnalín1 sem náði upp í hundrað. Því næst töldu nemendur 100 kubba, perlur, tappa og fleira og verkefni þeirra var að búa til eitthvað úr því í sameiningu. Þar fékk hugmyndaflugið að njóta sín og gaman að sjá hin ýmsu listaverk verða til.
Lesa meira
02.02.2017
Skólinn er aðili að Cristal verkefninu sem er alþjóðlegt verkefni sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands stýrir. Verkefnið felst í að koma frumkvöðlamennt og nýsköpun með áherslu á tæknimennt inn í skóla á svæðinu. Sjálfbærni er lykilhugtak, Norðurþing er tilraunasveitarfélag en verkefnið verður öllum opið seinna meir.
Lesa meira