Laus störf

Borgarhólsskóli er tæplega 300 barna skóli á Húsavík. Þar fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Skólasýn, stefnu skólans og fleiri upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans.

Borgarhólsskóli er tæplega 300 barna skóli á Húsavík. Þar fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Skólasýn, stefnu skólans og fleiri upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans http://www.borgarholsskoli.is

 

Við leitum að starfsfólki sem:

 

  • hefur áhuga á kennslu og vinnu með börnum
  • treystir sér í faglega og metnaðarfulla vinnu
  • hefur lausnamiðaða nálgun á viðfangsefnum
  • er sveigjanlegt
  • er sjálfstætt í vinnubrögðum og sýnir eða býr yfir frumkvæði
  • hefur jákvæðni og starfsgleði að leiðarljósi.

 

Umsækjendur verða einnig að:

  • vera skipulagðir, stundvísir, heilsuhraustir og snyrtilegir í umgengni
  • hafa færni til jákvæðra samskipta við nemendur, foreldra og samstarfsfólk

Okkur vantar grunnskólakennaramenntað starfsfólk til starfa í eftirfarandi:

  • umsjónarkennara 100 % staða, afleysing til ársins.
  • textílkennara í framtíðarstarf 70% starfshlutfall, möguleiki á hærra hlutfalli

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá skólastjóra.

Hvetjum jafnt karla sem konur til að sækja um.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur um öll störfin er til 5. maí 2017 Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið threyk@borgarholsskoli.is
Ferilskrá skal fylgja umsókn sem og afrit af prófskírteinum.
Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá skólastjóra Þórgunni R. Vigfúsdóttur í síma 4646140.