Flatir keppir komast betur fyrir

Slátur er hefðbundinn íslenskur matur sem er gerður úr innmat og blóði lamba. Slátur er haustmatur og er gerður í sláturtíðinni en fyrr á öldum og fram yfir miðja 20. öld fór sláturgerð fram á hverju heimili á Íslandi. Hún hefur svo farið smá minnkandi í þéttbýli þótt alltaf hafi margir tekið slátur og algengt að fjölskyldur taki slátur saman.
Lesa meira

Lestrarvinir skólans

Undanfarin ár hafa nokkrar ömmur komið reglulega í heimsókn í skólann ýmist til að lesa fyrir nemendur eða hlýða á lestur nemenda. Það hefur fjölgað í þeim góða hópi og nú koma lestrarafar einnig í heimsókn. Því er talað um lestrarvini skólans.
Lesa meira

Nýtt leiktæki á lóðinni

Nemendum skólans og börnum á Húsavík barst góð gjöf frá Orkuveitu Húsavíkur í gær. Alhliða hjólabraut sem var komið upp á skólalóðinni í gær. Nemendur nota hlaupahjól, hjólabretti og hvers konar aðra hjólhesta til að renna sér á brautinni.
Lesa meira

Haustsigling hjá unglingunum

Norðursigling hefur undanfarin ár boðið nemendum 8. – 10. bekkjar í haustsiglingu á Skjálfanda. Farið er í Flatey, tekið land í Naustavík og hvalaskoðun. Að þessu sinni var farið í hvalaskoðun. Veður var frábært, stilla og sextán gráður. Sömuleiðis var gott í sjóinn þó að sumir hafi fundið fyrir sjóveiki.
Lesa meira

Göngudagur í góðu veðri

Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert.
Lesa meira

Samskóladagur allra skólastiga

Á föstudaginn mættu rúmlega 100 kennarar alls staðar að úr Þingeyjarsýslu í Borgarhólsskóla á Húsavík þar sem Þekkingarnetið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands stóðu saman að samskóladegi. Dagurinn er partur af Evrópuverkefninu Cristal þar sem áhersla er á að koma tæknimennt, frumkvöðlafræðum og sjálfbærni inní kennslu á öllum skólastigum.
Lesa meira

Cristal – skipulagsdagur

Næstkomandi föstudag er skipulagsdagur í skólanum og nemendur mæta ekki til starfa í skólann. Dagurinn er samskóladagur þar sem starfsfólk nokkurra skóla á svæðinu kemur saman til skrafs og ráðagerða.
Lesa meira

Lús í skólanum

Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna um lúsasmit í skólann. Nánari upplýsingar veitir skólahjúkrunarfræðingur.
Lesa meira

Syngjandi nemendur

Söngurinn lengir lífið er Íslendingum kunnugt. Nemendur 1. til 7. bekkjar hittust á söngsal í morgun til að syngja, dilla sér og hafa gaman. Nemendur sjöunda bekkjar heimsóttu nemendur í fyrsta bekk og nemendur sjötta bekkjar nemendur í þriðja bekk og buðu þeim með á sal. Nemendur í tíunda bekk fengu jafnframt að syngja með.
Lesa meira

Valgreinar í 8. – 10. bekk

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira