Valgreinar í 8. – 10. bekk

Það er margt í boði til að mæta þörfum allra
Það er margt í boði til að mæta þörfum allra
Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.

Tilgangurinn með valfrelsi nemenda á unglingsstigi er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra , kennara og námsráðgjafa. Val í námi skal miða að skipulegum undirbúningi fyrir nám í framhaldsskóla og taka mið af undirbúningi fyrir bóknám, starfsmenntun, list- og tækninám.

Borgarhólsskóli býður nemendum að velja á milli 24 valgreinar; allt frá þýsku, tæknilegó, snyrtifræði, jóga og svo margt fleira spennandi og skemmtilegt. Tónlistarnám og íþróttaæfingar hjá viðurkenndum aðilum með skipulegum hætti flokkast hvort um sig sem einn valkostur. Jafnramt geta nemendur fengið hvers konar félagsstörf metin sem valgrein, s.s. sæti í nemendaráði, árshátíðarnefnd eða fjáröflunarnefnd 10. bekkjar. Atvinnuþátttaka er ekki metin að þessu sinni.

Hver nemandi þarf að hafa 3 valgreinar eða valkosti. Á valblaði velur hver hinsvegar fjórar greinar og raða þeim frá einum og upp í fjóra.

Það má nálgast lista og kynningu um valgreinar í Borgarhólsskóla með því að smella HÉR.


Athugasemdir