- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendum skólans og börnum á Húsavík barst góð gjöf frá Orkuveitu Húsavíkur í gær. Alhliða hjólabraut sem var komið upp á skólalóðinni í gær. Nemendur nota hlaupahjól, hjólabretti og hvers konar aðra hjólhesta til að renna sér á brautinni.
Á skólatíma er þess krafist að nemendur séu með hjálm á brautinni enda með vísan í umferðarlög sem segja; Barn yngra en 15 ára skal nota hlífðarhjálm við hjólreiðar og hjálmurinn þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Mælt er með að fullorðnir noti einnig hjálm enda mikilvægur öryggisbúnaður.
Nemendur eru eðli málsins samkvæmt spenntir þegar nýtt leiktæki bætist á skólalóðina. Þeir komu með ákaflega góðar ábendingar varðandi uppsetningu og skipulag á brautinni. Líkt og með sparkvellina er nemendahópum úthlutaður tími á brautinni.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |