- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Norðursigling hefur undanfarin ár boðið nemendum 8. 10. bekkjar í haustsiglingu á Skjálfanda. Farið er í Flatey, tekið land í Naustavík og hvalaskoðun. Að þessu sinni var farið í hvalaskoðun. Veður var frábært, stilla og sextán gráður. Sömuleiðis var gott í sjóinn þó að sumir hafi fundið fyrir sjóveiki.
Nemendur 10. bekkjar sigldu með skonortunni Hauk og nemendur 8. 9. bekkjar voru um borð í Náttfara. Siglt var vestur yfir flóann í átt að fjöllunum sem blöstu við æði fögur í sólinni. Vesturundir léku tveir hnúfubakar listir sínar og ein hrefna dansaði kringum bátana. Á heimleið var boðið upp á kanilsnúða og rjúkandi kakó.
Ferðin var frábær og krakkarnir ánægðir og glaðir með daginn. Hér er tengill á myndband úr ferðinni. Smellið á myndina til að horfa.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |