Flatir keppir komast betur fyrir

Zakaría og Arnar Pálmi troða í keppinn
Zakaría og Arnar Pálmi troða í keppinn
Slátur er hefðbundinn íslenskur matur sem er gerður úr innmat og blóði lamba. Slátur er haustmatur og er gerður í sláturtíðinni en fyrr á öldum og fram yfir miðja 20. öld fór sláturgerð fram á hverju heimili á Íslandi. Hún hefur svo farið smá minnkandi í þéttbýli þótt alltaf hafi margir tekið slátur og algengt að fjölskyldur taki slátur saman.

Slátur er hefðbundinn íslenskur matur sem er gerður úr innmat og blóði lamba. Slátur er haustmatur og er gerður í sláturtíðinni en fyrr á öldum og fram yfir miðja 20. öld fór sláturgerð fram á hverju heimili á Íslandi. Hún hefur svo farið smá minnkandi í þéttbýli þótt alltaf hafi margir tekið slátur og algengt að fjölskyldur taki slátur saman.

Slátur er járn- og A vítamínríkur matur sem er nauðsynleg viðbót nú til dags vegna mikillar neyslu á pasta og hvítu kjöti sem inniheldur ekkert járn. Slátur er því allt í senn hollur, góður og ódýr matur.

Ein af valgreinum skólans er Heilbrigði og velferð þar sem nemendur 8. – 10. bekkjar kynnast því að elda góðan og hollan mat og stunda skemmtilega og uppbyggjandi hreyfingu. Í síðustu viku fóru nemendur m.a. í heimsókn í sláturhús Norðlenska til að fræðast um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í sláturtíð. Í framhaldinu gaf Norðlenska efni til sláturgerðar sem unnið var úr í þessari viku og afraksturinn var blóðmör, lifrarpylsa og lifrarbuff. Nemendur stóðu sig vel í þessu og fyrir suma var þetta ný og töluverð áskorun. Keppirnir og buffin voru sett í frysti og verða snædd að viku liðinni. Til að skapa pláss í frystinum er hagræði af því að hafa keppina flata. Skólinn þakkar Norðlenska fyrir góðmetið og móttökur.

 

Heiðrún & Bjartey Guðný þjappa lifrarpylsunni í keppinn.

Brynja Ósk steikir lifrarbuff af einbeitingu.

Almar Hannes og Gunnar Kjartan eru faglegir í sláturgerð.