- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert.
Í ár bar göngudaginn upp þriðjudaginn 12.september og var veður með ágætum þennan dag, þurrt, hægur vindur og sólarglenna af og til.
Nemendur fyrsta bekkjar notuðu daginn í sundlauginni til að leika og skemmta sér. Nemendur annars og þriðja bekkjar gengu upp Auðbrekkuna að Skálatjörn. Gangan var krefjandi en skemmtileg. Á leiðinni var sest niður í huggulegri laut og áð. Hópurinn gekk niður Skálamel í gegnum skógarreitinn.
Það eru margar áhugaverðar og skemmtilegar gönguleiðir í kringum Húsavík. Margir í fjórða og fimmta bekk voru að ganga leiðina sem sá hópur nemenda gekk í fyrsta sinn. Hópurinn gekk upp Skógargerðisdal, upp Sprænugil að fimmtu flöt á Katlavelli. Á golfvellinum fengu krakkarnir sér nesti, nutu svæðisins og léku sér. Eftir góða stund þar hélt hópurinn niður í Stangarbakkafjöru og rannsaka fjöruna og njóta veðursins áður en gengið var sem leið lá í skólann.
Sjöttu og sjöundi bekkur gengur suður að Kaldbakstjörnum gegnum bæinn og að Reiðhöllinni. Þangað lá leiðin upp í Saltvíkurbrekkurnar og til norðurs í Katlana. Gangan var nokkuð löng og nemendur þreyttir að henni lokinni.
Það eru forréttindi að búa í námunda við Vatnajökulsþjóðgarð. Nemendur áttunda til tíunda bekkjar fóru með rútu upp í þjóðgarðinn og gengu niður frá Hólmatungum niður í Vesturdal. Nemendum var skipt í hópa og fengu það verkefni að vera fréttamenn og áttu að búa til frétt um ferðina eftir ákveðnum fyrirmælum. Það þykir visst ævintýri að vaða yfir Stallá. Náttúran skartaði fallegum haustlitum og eftir nokkra göngu stoppaði einn nemandi, leit uppúr samtali við félaga sína og virti fyrir sér umhverfi sitt; wow, það er geðveikt fallegt hérna. Gangan sóttist vel og voru nemendur sælir að henni lokinni.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |