16.11.2016
Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því var þjóðfáni Íslendinga dreginn í heila stöng.
Lesa meira
10.11.2016
Ípíslepensk tupungapa eper ápáhupugapaveperð opog hæpægt apað leipekapa sépér mepeð tupungupumápálipið frapam opog apaftupur. Nepemependupur ápá upunglipingapastipigipi voporupu apað læpærapa P mápál epen þapað vipirkapar þapannipig apað mapaðupur tvöpöfapaldapar apallapa sépérhljópóðapa opog sepetupur bópókstapafipinn P ápá mipillipi þeiperrapa.
Lesa meira
08.11.2016
Þriðjudagurinn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Dagurinn var helgaður Jákvæðum aga og unnið með fjölbreytt verkefni gegn einelti á öllum stigum og í öllum greinum. Dagurinn er haldinn að frumkvæði verkefnisstjórnar um aðgerðir gegn einelti í íslensku samfélagi.
Lesa meira
08.11.2016
Skólinn tekur venju samkvæmt þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það markar gjarnan upphaf jólanna í skólanum. Það eru KFUM og KFUK samtökin sem halda utan um verkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.
Lesa meira
01.11.2016
Það var einmuna veðurblíða í októbermánuði og viðrað vel til siglinga. Norðursigling bauð nemendum unglingastigs fyrir skömmu að fara í siglingu um Skjálfandaflóa og taka land í Flatey. Fyrirtækið hefur áður boðið nemendum í slíka siglingu og færum við því bestu þakkir fyrir.
Lesa meira
01.11.2016
Í tengslum við Landkönnuðahátíðina sem haldin var fyrir skemmstu var blásið til samkeppni meðal nemenda á unglingastigi um geiminn og ferðalög til fjarlægra staða. Sigurvegurum var boðið á hátíðarkvöldverð ásamt ýmsum landkönnuðum, geimförum og forseta Íslands.
Lesa meira
21.10.2016
Félagar í Unghugum, sem er ungliðahópur innan Hugarafls, heimsóttu nemendur 9. og 10. bekkjar í vikunni. Heimsóknin er í tengslum við ráðstefnu Hugarafls sem haldin er á Húsavík þessa dagana.
Lesa meira
17.10.2016
Í haust hafa nemendur unnið myndræn verkefni í tengslum við uppeldisstefnu Jákvæðs aga. Öllum skólum er skylt að tileinka sér og vinna eftir ákveðinni uppeldisstefnu. Í Borgarhólsskóla er Jákvæður agi.
Lesa meira
13.10.2016
Í næstu viku fer fram landkönnuðahátíð á Húsavík. Af því tilefni hefur Könnunarsögusafnið í samstarfi við ýmsa aðila blásið til samkeppni meðal nemenda á unglingastigi skólans um geiminn og ferðalög til fjarlægra staða.
Lesa meira
12.10.2016
Þau eru misjöfn morgunverkin í skólanum enda að ýmsu að hyggja á stórum vinnustað. Þessir tveir heldri menn voru að dytta listaverki í skólanum.
Lesa meira