- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Skólastarf var með óhefðbundnu sniði í síðastliðinni viku. Öllum nemendum skólans var blandað saman sem og kennurum. Hver nemandi og kennari dróg sér viðfangsefni og úr urðu hópar með sameiginlegt viðfangsefni.
Allar námsgreinar voru undir en viðfagnsefnin voru skátar, rapparar, hjálparsamtök, fjölmiðlun, fjölskylda, brúðuleikhús, útvarpsleikrit og íþróttafélag, teiknimyndasögur, fuglavinir, ævintýrahópur og garpar. Ytri rammi var skipulagður en hugmyndaflæði og markmið komu fram og voru sett í hverjum hóp fyrir sig. Þannig höfðu nemendur og starfsfólk frelsi um hvernig skyldi vinna með það hugtak sem var dregið.
Höfuðmarkmið þemadaganna var að blanda öllum nemendum saman með samvinnu og sköpun að leiðarljósi. Eldri nemendur aðstoðuðu þá yngri og öfugt. Þetta markmið náðist enda gaman að fylgjast með samskiptum nemenda þvert á aldur. Hver hópur fór saman í mat og voru að mestu leyti saman alla þemadagana.
Þemadagarnir fóru reglulega vel fram og virtust nemendur kunna að meta þessa vinnu og hafa gaman af. Í lok þemadaganna var skólinn opinn foreldrum og öðrum gestum og þökkum við kærlega þeim sem lögðu leið sína í skólann. Það var mikið að sjá; ættartré og ævintýraland og hetjusögur urðu til, húsnæði björgunarsveitarinnar skoðað, hvers konar myndbönd búin til, skrifaðar fréttir. Nemendur fóru í heimsóknir á leikskólann Grænuvelli og Hvamm, heimili aldraðra og aðstoðuðu.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |