22.08.2016
Nú standa yfir ýmsar framkvæmdir við skólann enda hefst skólastarf með hefðbundnum hætti í vikunni. Búið er að slípa upp gólfið í matsalnum og skipta um þak á þeim hluta byggingarinnar. Gamli skorsteinninn sem stóð upp úr miðja þakinu var fjarlægður. Jafnframt hafa gluggar í eldri byggingunni verið málaðir að utan.
Lesa meira
16.08.2016
Hluti starfsfólks skólans sat á námskeiði í dag um uppeldisstefnu skólans. Skólum á Íslandi er skylt að hafa uppeldisstefnu en nýráðið starfsfólk sem og það starfsfólk sem ekki hefur sótt fræðslu í Jákvæðum aga sat námskeiðið.
Lesa meira
11.08.2016
Skólastarf Borgarhólsskóla skólaárið 2016-2017 hefst að nýju þriðjudaginn 23.ágúst. Við hittumst öll fyrir framan skólann að vestan, vonandi í góðu veðri klukkan 16:00 og eigum saman örstutta stund, fáum stundaskrár o.þ.h.
Skólastarf hefst svo með hefðbundnum hætti á miðvikudeginum 24. ágúst 08.15 nema hjá nemendum 1.bekkjar sem verða í viðtölum hjá umsjónarkennurum.
Hlökkum til að sjá ykkur og til samstarfsins í vetur,
Starfsfólk Borgarhólsskóla
Lesa meira
22.06.2016
Það er ánægjulegt frá því að segja að Borgarhólsskóli hefur hlotið þrjá styrki sem nýttir verða næsta skólaár.
Lesa meira
15.06.2016
Hér má nálgast innkaupalista fyrir haustið 2016.
Lesa meira
08.06.2016
Skólaárinu 2015 2016 er formlega lokið og framundan er sumarfrí. Starfsfólk mætir aftur til vinnu þann 15. ágúst næstkomandi og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn þann 24. þess mánaðar.
Lesa meira
06.06.2016
Hér má nálgast innkaupalista unglingastigs fyrir haustið 2016.
Lesa meira
03.06.2016
Við skólalok verður gjarnan talsvert eftir af hvers konar óskilamunum. Við hvetjum nemendur og foreldra til að vita þeirra hérna í skólanum í upphafi næstu viku á meðan skipulagsdagar starfsfólks fara fram í skólanum.
Lesa meira
03.06.2016
Þeir eru margir vorboðarnir en skógaþröstur gerði sig nýlega heimakominn í gluggakistunni í þvottaherbergi á annarri hæð. Hann situr gjarnan á eggjunum en er nokkuð var um sig. Við bjóðum hann velkominn í skólann til okkar.
Lesa meira