- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Hluti starfsfólks skólans sat á námskeiði í dag um uppeldisstefnu skólans. Skólum á Íslandi er skylt að hafa uppeldisstefnu en nýráðið starfsfólk sem og það starfsfólk sem ekki hefur sótt fræðslu í Jákvæðum aga sat námskeiðið.
Uppeldisstefnan er byggð á sjálfsstjórnarkenningu Alfred Adler og Rudolf Dreikur þar sem mistök eru tækifæri til að læra og horft til orsaka hegðunar. Þær Heiða Guðmundsdóttir, kennari í skólanum og Aníta Jónsdóttir kennari í Naustaskóla á Akureyri voru leiðbeinendur á námskeiðinu.
Aníta undirbýr leik með Möggu og Þóru.
Hér þurfa allir að komast fyrir.
Hér er leikur í gangi.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |