Bieber tæmir skólann

Það er ýmislegt sem hefur áhrif á hefðbundið skólastarf. Á þessum tíma árs voru nemendur gjarnan fjarverandi vegna gangna og rétta. Það hefur aukist að nemendur fari í utanlandsferðir á skólatíma eða vegna annarra leyfa.
Lesa meira

Námskeið - Tuðfrítt uppeldi

Örnámskeið fyrir foreldra grunn - og leikskólabarna
Lesa meira

Dansandi unglingar

Dans var lengi vel sérstök námsgrein í grunnskóla en fellur nú undir íþróttir. Unglingarnir okkar báðu um að fá að dansa í vikunni og sjálfsagt að verða við því. Í morgun fór fram dansiball þar sem unglingarnir koma saman dansa línudans, gömlu dansana og svokallaðan hlöðudans.
Lesa meira

Upphaf skólaársins

Sólin skein skært, íslenski fáninn við hún og bros á hverjum manni enda mikil tilhlökkun núna þegar skólastarf er hafið með hefðbundnum hætti. Nemendur, foreldrar og starfsfólk kom saman á stuttri athöfn við upphaf skólaársins. Framundan eru ný ævintýri.
Lesa meira

Framkvæmdir við skólann

Nú standa yfir ýmsar framkvæmdir við skólann enda hefst skólastarf með hefðbundnum hætti í vikunni. Búið er að slípa upp gólfið í matsalnum og skipta um þak á þeim hluta byggingarinnar. Gamli skorsteinninn sem stóð upp úr miðja þakinu var fjarlægður. Jafnframt hafa gluggar í eldri byggingunni verið málaðir að utan.
Lesa meira

Starfsfólk á námskeiði

Hluti starfsfólks skólans sat á námskeiði í dag um uppeldisstefnu skólans. Skólum á Íslandi er skylt að hafa uppeldisstefnu en nýráðið starfsfólk sem og það starfsfólk sem ekki hefur sótt fræðslu í Jákvæðum aga sat námskeiðið.
Lesa meira

Í skólann að nýju

Skólastarf Borgarhólsskóla skólaárið 2016-2017 hefst að nýju þriðjudaginn 23.ágúst. Við hittumst öll fyrir framan skólann að vestan, vonandi í góðu veðri klukkan 16:00 og eigum saman örstutta stund, fáum stundaskrár o.þ.h. Skólastarf hefst svo með hefðbundnum hætti á miðvikudeginum 24. ágúst 08.15 nema hjá nemendum 1.bekkjar sem verða í viðtölum hjá umsjónarkennurum. Hlökkum til að sjá ykkur og til samstarfsins í vetur, Starfsfólk Borgarhólsskóla
Lesa meira

Styrkir

Það er ánægjulegt frá því að segja að Borgarhólsskóli hefur hlotið þrjá styrki sem nýttir verða næsta skólaár.
Lesa meira

Enginn titill

Innkaupalistar haustið 2017
Lesa meira

Innkaupalistar haustið 2016

Hér má nálgast innkaupalista fyrir haustið 2016.
Lesa meira