Sigling um Skjálfanda

Það var einmuna veðurblíða í októbermánuði og viðrað vel til siglinga. Norðursigling bauð nemendum unglingastigs fyrir skömmu að fara í siglingu um Skjálfandaflóa og taka land í Flatey. Fyrirtækið hefur áður boðið nemendum í slíka siglingu og færum við því bestu þakkir fyrir.
Lesa meira

Vísindasamkeppni um himinngeiminn

Í tengslum við Landkönnuðahátíðina sem haldin var fyrir skemmstu var blásið til samkeppni meðal nemenda á unglingastigi um geiminn og ferðalög til fjarlægra staða. Sigurvegurum var boðið á hátíðarkvöldverð ásamt ýmsum landkönnuðum, geimförum og forseta Íslands.
Lesa meira

Unghugar á ferð

Félagar í Unghugum, sem er ungliðahópur innan Hugarafls, heimsóttu nemendur 9. og 10. bekkjar í vikunni. Heimsóknin er í tengslum við ráðstefnu Hugarafls sem haldin er á Húsavík þessa dagana.
Lesa meira

Unnið með Jákvæðan aga

Í haust hafa nemendur unnið myndræn verkefni í tengslum við uppeldisstefnu Jákvæðs aga. Öllum skólum er skylt að tileinka sér og vinna eftir ákveðinni uppeldisstefnu. Í Borgarhólsskóla er Jákvæður agi.
Lesa meira

Kapphlaupið út í geim

Í næstu viku fer fram landkönnuðahátíð á Húsavík. Af því tilefni hefur Könnunarsögusafnið í samstarfi við ýmsa aðila blásið til samkeppni meðal nemenda á unglingastigi skólans um geiminn og ferðalög til fjarlægra staða.
Lesa meira

Misjöfn morgunverkin

Þau eru misjöfn morgunverkin í skólanum enda að ýmsu að hyggja á stórum vinnustað. Þessir tveir heldri menn voru að dytta listaverki í skólanum.
Lesa meira

Læsissáttmáli - kynning fyrir foreldra og skólafólk

Vilt þú vita hvað þú getur gert til þess að stuðla að bættu læsi barnsins þíns?
Lesa meira

Kjaftað um kynlíf

Sigga Dögg kynfræðingur kom í heimsókn fyrir skömmu. Hún átti samtal við nemendur unglingastigs. Nemendum var skipt eftir árgöngum. Sigga hefur ferðast um landið með fræðsluerindi til unglinga og foreldra. Hún hefur skrifað pistla, starfað í útvarpi, gefið út hvers konar efni og komið víða fram til að ræða um kynlíf.
Lesa meira

Alþjóðadagur kennara

Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur um heim allan 5. október ár hvert. Markmið alþjóðadagsins er að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar inna af hendi á degi hverjum. Metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra.
Lesa meira

Salur 2016-2017

Salur 2016-2017
Lesa meira