- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Sigga Dögg kynfræðingur kom í heimsókn fyrir skömmu. Hún átti samtal við nemendur unglingastigs. Nemendum var skipt eftir árgöngum. Sigga hefur ferðast um landið með fræðsluerindi til unglinga og foreldra. Hún hefur skrifað pistla, starfað í útvarpi, gefið út hvers konar efni og komið víða fram til að ræða um kynlíf.
Sigga Dögg kjaftaði við unglingana um kynlíf, samskipti unglinga og foreldra um kynlíf, kynhegðun, hvenær einstaklingur telur sig reiðubúinn til að stunda kynlíf og sitt hvað fleira. Jafnframt var foreldrum boðið að koma en fyrirlestur um sama efni en þátttaka var heldur dræm.
Hægt er að fylgjast með skrifum og verkum Siggu Daggar á vefnum, s.s. á youtube, facebook og fleiri samfélagsmiðlum. Smellið HÉR til að fara á vefinn.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |