- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Félagar í Unghugum, sem er ungliðahópur innan Hugarafls, heimsóttu nemendur 9. og 10. bekkjar í vikunni. Heimsóknin er í tengslum við ráðstefnu Hugarafls sem haldin er á Húsavík þessa dagana.
Markmið Hugarafls eru að skapa hlutverk, efla notendaáhrif, vinna gegn fordómum með sýnileika, vinna að verðmætasköpun út frá reynslu fólks með geðræn vandamál og atvinnusköpun með því að þróa þjónustu út frá reynslu notenda.
Unghugarnir sögðu nemendum frá reynslu sinni og félagsskapnum. Nemendum bauðst að spyrja og spjalla við unghugana.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |