Jóladagatal 10.bekkinga

Fjölmiðlahópurinn fór um og hitti nemendur 10. bekkjar og spjallaði við þá.
Lesa meira

Viðtöl við nemendur

Fjölmiðlahópurinn tók nokkur viðtöl.
Lesa meira

Fjölmiðlahópur tekur völdin

Á þemadögum sem standa yfir í skólanum er nemendum skipt í hópa með hin ólíku verkefni. Einn hópurinn sem er að störfum er fjölmiðlahópur. Sá hópur mun taka völdin á síðunni í dag og á morgun, fimmtudag.
Lesa meira

Sparifatadagur

Í tilefni af fullveldisdeginum og sýningu á þemadögum er sparifatadagur í skólanum föstudaginn 2. desember.
Lesa meira

Á ferð um Norðurlöndin

Nemendur í 6. og 7. bekk ferðast nú um Norðurlöndin. Nemendum var skipt í hópa og hver hópur gerist sérfræðingateymi um eitt Norðurlandanna. Nemendur fengu grunnupplýsingar og markmið um verkefnið. Jafnframt höfðu nemendur valfrelsi um hvernig hópurinn skilaði af sér.
Lesa meira

Kennarar ganga út

Grunnskólakennarar standa í kjarabaráttu um þessar mundir eftir að hafa fellt tvo síðustu kjarasamninga. Liður í að krefjast betri kjara er að ganga út úr skólunum. Þetta á við kennara um land allt. Kennarar í Borgarhólsskóla munu því ganga út úr skólanum kl. 13:30 í dag. Kennsla fellur því niður frá og með þeim tíma í dag, þriðjudag.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því var þjóðfáni Íslendinga dreginn í heila stöng.
Lesa meira

Apað læpærapa P – mápál

Ípíslepensk tupungapa eper ápáhupugapaveperð opog hæpægt apað leipekapa sépér mepeð tupungupumápálipið frapam opog apaftupur. Nepemependupur ápá upunglipingapastipigipi voporupu apað læpærapa P – mápál epen þapað vipirkapar þapannipig apað mapaðupur tvöpöfapaldapar apallapa sépérhljópóðapa opog sepetupur bópókstapafipinn P ápá mipillipi þeiperrapa.
Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Þriðjudagurinn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Dagurinn var helgaður Jákvæðum aga og unnið með fjölbreytt verkefni gegn einelti á öllum stigum og í öllum greinum. Dagurinn er haldinn að frumkvæði verkefnisstjórnar um aðgerðir gegn einelti í íslensku samfélagi.
Lesa meira

Jól í skókassa

Skólinn tekur venju samkvæmt þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það markar gjarnan upphaf jólanna í skólanum. Það eru KFUM og KFUK samtökin sem halda utan um verkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.
Lesa meira