- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Þriðjudagurinn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Dagurinn var helgaður Jákvæðum aga og unnið með fjölbreytt verkefni gegn einelti á öllum stigum og í öllum greinum. Dagurinn er haldinn að frumkvæði verkefnisstjórnar um aðgerðir gegn einelti í íslensku samfélagi.
Í myndmennt unnu nemendur margvísleg verkefni sem tengjast hrósi og þökkum. Í íþróttum var farið í leikinn Eitur í flösku þar sem aðeins var hægt að frelsa einstakling með því að hrósa honum, boðhlaup þar sem næsti maður mátti leggja af stað þegar hann fengi hrós og nemendum var kynnt jákvæð einvera í Íþróttahöllinni.
Nemendur 1. bekkjar unnu með hugtakið hrós; hvers vegna og hvernig við hrósum. Nemendur í 2. 3. bekkjar unnu með lausnahjólið, Kalla krumpaða og hvernig maður tekur hrósi. Nemendur 4. 5. bekkjar gerðu kennslumyndbönd um það hvernig við leysum vandamál með verkefnum í Jákvæðum aga.
Nemendur 6. 7. bekkjar unnu einnig með hrós og hvatningu. Unnin voru hróskort sem nemendur fóru með út í samfélagið og dreifðu. Markmiðið er að gleðja samborgara sína og gera Jákvæðan aga sýnilegan í samfélaginu. Nemendur 8. 10. bekkjar fóru í hlutverkaleiki, dansiball þar sem marserað var um allan skólann og unnu í hópum að verkefnum Jákvæðs aga, s.s. lausnahjól út frá netnotkun, tilfinningar, gagnrýni, mistök og erfiðleika.
Í tónmennt voru sungin lög sem tengjast jákvæðni og vellíðan.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |