26.01.2017
Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna um lúsasmit í skólann.
Lesa meira
18.01.2017
Nemendur 8. bekkjar hafa verið að læra líffræði í vetur. Áhersla hefur verið lögð á hvernig lífríkið tengist þeirra eigin lífi, hvernig við getum nýtt náttúruna og hvað ber að varast í kringum okkur.
Lesa meira
17.01.2017
Nemendum 9. og 10. bekkjar var boðið á fund um samræmd könnunarpróf. Talsverð breyting hefur orðið á framkvæmd prófanna auk þess sem nemendum voru kynntar niðurstöður prófanna aftur til ársins 2000.
Lesa meira
13.01.2017
Í dag fóru nemendur 1. bekkjar í gönguferð í frostinu og heimsóttu bæði Skógarbrekku og Hvamm. Farið var með Ástu tónmenntakennara og sungið fyrir heimilisfólkið á báðum stöðum. Það gekk mjög vel og gaman að í þessum heimsóknum hittu nemendur ömmur og afa, langömmur og langafa og spjalluðu við þau. Nemendur hittu jafnvel foreldra sem vinna á þessum stöðum.
Lesa meira
13.01.2017
Skólinn fékk fyrr á þessu skólaári veglegan styrk frá Landsvirkjun til að fjárfesta í tæknilegoi. Nemendum unglingastigs hefur boðist sú valgrein og vilji skólans er að sem flestir nemendur geti notið þessa. Lögð er áhersla á eðlis- og verkfræði þar sem unnið er með vélar, hleðslu, orku o.fl.
Lesa meira
09.01.2017
Minnum á að vindkviður eru oft mjög öflugar við austurinngang skólans, því getur reynst nauðsynlegt að fylgja börnum alla leið að skólanum í verstu veðrum.
Lesa meira
06.01.2017
List og sköpun er mikilvæg hverjum nemanda í hvaða formi sem er. Í myndmennt er lögð áhersla á sköpun og endurnýtingu með fjölbreyttum hætti. Þeir eru margir upprennandi listamennirnir í skólanum.
Lesa meira
03.01.2017
Nú árið er liðið og aldrei það kemur til baka. Árið 2017 er gengið í garð og skólaárið hálfnað. Kennsla hefst á morgun, miðvikudag á nýju ári.
Lesa meira
20.12.2016
Starfsfólk Borgarhólsskóla óskar nemendum, foreldrum og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla. Bestu þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Njótið jólanna í faðmi fjölskyldu og vina.
Lesa meira
19.12.2016
Fyrir hátíðirnar er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf en vinna áfram að markmiðum námskrár. Það er í mörg horn að líta og ýmislegt sem þarf að ljúka til að halda Litlu jólin sem eru á morgun þriðjudag.
Lesa meira