- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Margir nemendur skólans iðka íþróttir af kappi og leggja sig alla fram. Það er ánægjulegt þegar þeir skara fram úr á landsvísu. En nokkrir nemendur skólans taka þátt í æfingum og leikjum fyrir Íslands hönd í sinni íþróttagrein.
Fyrir skömmu lék Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir með unglingalandsliði undir 17 ára í knattspyrnu þar sem liðið mætti Tékkum. Áslaug var í byrjunarliði Íslands en leikurinn fór fram í Skotlandi og er hluti af æfingamóti á vegum UEFA. Atli Barkarson var valinn í hóp unglingalandsliðs 17 ára og yngri sem tekur þátt í undirbúningsmóti sem fer jafnframt fram í Skotlandi. Leikið verður við Skota, Króata og Austurríki í lok febrúar og byrjun mars. Þau eru bæði nemendur í 10. bekk skólans.
Arney Kjartansdóttir var í þriðja sinn valin í æfingahóp unglingalandsliðs 16 ára og yngri í blaki. Æfingar fóru fram í Reykjavík núna í febrúar. Æft var í Laugardalshöll. Arney er nemandi í 9. bekk.
Áslaug Munda, Atli og Arney
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |