- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Þriðjungur þess matar sem keyptur er inn á heimili fer beint í ruslið samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eða um 1.3 milljón tonn af mat á hverju ári í heiminum. Mat sem er sóað hefði mögulega getað brauðfætt milljónir manna og minnkað þá hungursneyð sem steðjar að ýmis staðar í heiminum. Þar að auki hefur framleiðsla matar oft talsverð neikvæð umhverfisáhrif sem þjóna þá engum tilgangi ef maturinn er ekki nýttur og eykur verulega við magn úrgangs sem þarf að urða.
Ísland er aðili að sameiginlegu markmiði með ríkjum Evrópusambandsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2020. Nemendur í 6. og 7. bekk ákváðu að láta sig málið varða og ákváðu að gera könnun í eigin mötuneyti.
Krakkarnir vigtuðu mat sem var hent í hverjum árangi í heila viku.
Niðurstöður voru notaðar til að reikna út hversu miklum mat væri hent á heilu skólaári. Með því að fá upplýsingar hjá matráði hvað einn matarskammtur er þungur að meðaltali var hægt að reikna út hversu miklum verðmætum er hent á einu skólaári.
Þótt málið sé flókið og margir aðilar komi að því geta nokkrar einfaldar breytingar á venjum okkar og rekstri fyrirtækja haft veruleg áhrif. Á vefsíðunni matarsoun.is er að finna upplýsingar og ýmis ráð fyrir almenning og atvinnurekendur til að minnka matarsóun.
Niðurstöður
Þegar niðurstöður lágu fyrir unnu nemendur veggspjald fyrir hvern árgang með upplýsingum um matarsóun í viðkomandi árgangi. Jafnframt unnu nemendur eitt stórt veggspjald með helstu niðurstöðum sem hanga uppi á Vetrarbrautinni fyrir utan mötuneytið sem allir nemendur skólans sjá þegar gengið er þangað inn.
Upplýsingar fyrir alla nemendur skólans um matarsóun.
Hér hafa upplýsingarnar verið settar fram í grafi.
Hér má sjá dæmi um upplýsingar um matarsóun 9. bekkjar.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |