- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Í Borgarhólsskóla er kennt á Öskudegi fram að hádegi og nemendur og starfsfólk mætta margir í búning í tilefni dagsins. Pakki utan af morgunkorni, kúreki eða sjálfur þrumuguðinn Þór spígsporuðu um ganga skólans full tilhlökkunar enda stóð til að ganga í verslunar- og þjónustufyrirtæki í bænum.
Þessa vikuna hafa kennarar á yngri stigum undirbúið þennan gleðidag. En jafnframt sjá kennarar til þess að allir nemendur hafi einhvern til að fara með og syngja og safna mæru eftir að kennslu lýkur. Að loknum hádegisverði fóru nemendur að brýna raust sína fyrir sönginn.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |