10.03.2016
Í dag fór fram undankeppni skólans vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Verkefnið sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Tíu nemendur 7. bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Safnahúsinu á Húsavík. Það eru Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn sem standa fyrir keppninni á landsvísu en umsjón með verkefninu er í höndum skólaskrifstofa í hverju héraði.
Lesa meira
09.03.2016
Fyrir nokkru fór fram árshátíð unglingastigs skólans. Hátíðin var með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár. Hver árgangur var með skemmtiatriði og mæta nemendur í sínu fínasta pússi, borðað, hlegið og dansað fram á nótt.
Lesa meira
08.03.2016
Laus er 50% staða skólaliða við Borgarhólsskóla til umsóknar, um er að ræða afleysingu til 8.júní 2016.
Vinnutími er milli kl. 9.15 -13.15. Laun eru skv. kjarasamningi Framsýnar/Starfsmannafélag Húsavíkur og Launanefndar sveitarfélaga.
Viðkomandi þarf m.a. að vera lipur í mannlegum samskiptum, hafa áhuga fyrir börnum og starfi með þeim, vera jákvæður og sveigjanlegur í starfsháttum.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skila á netfangið threyk@borgarholsskoli.is.
Lesa meira
03.03.2016
Þessa dagana vinna nemendur 10. bekkjar að stóru vistfræðiverkefni. Nemendum var skipt í hópa og fengu þeir fyrirmæli um að hanna sitt eigið vistkerfi. Nemendur fengu nokkuð frjálsar hendur varðandi útlit á vistkerfinu og úr hvaða efni það ætti að vera. Hóparnir urðu sér úti um plastkassa, viðarplötur og pappakassa til að nota sem grunn í vistkerfið sitt.
Lesa meira
02.03.2016
Nemendur Borgarhólsskóla voru þátttakendur í lestrarátaki Ævars vísindamanns. Átakið virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur í 1. - 7. bekk lesa fylltu þeir út svokallaða lestrarmiða sem voru á skólabókasafni skólans. Foreldri eða kennari kvittaði á hvern miða og miðinn settur í lestrarkassa á skólabókasafninu. Átakið hófst um síðustu áramót og lauk síðastliðinn mánudag.
Lesa meira
29.02.2016
Forinnritun nemenda í 10. bekk (sem fæddir eru 2000 eða síðar) hefst föstudaginn 4. mars og lýkur sunnudaginn 10. apríl. Nemendur fá bréf frá Menntamálastofnun með veflykli sem gengur að innritunarvef og leiðbeiningum afhent í skólunum um leið og það berst. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni.
Lesa meira
28.02.2016
Um liðna helgi fór fram tónlistarveisla í Íþróttahúsinu á Laugum í Reykjadal. Þar fór fram hin árlega Tónkvísl sem er söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum. Grunnskólanemendum víða að er jafnframt boðin þátttaka í þessari veislu í sérstakri grunnskólakeppni. Borgarhólsskóli átti þar glæsilega fulltrúa.
Lesa meira
23.02.2016
Borgarhólsskóli er heilsueflandi grunnskóli og liður í því er að minna á mikilvægi hreyfingar. Af því tilefni var haldinn hreyfidagur í gær.
Lesa meira
18.02.2016
Einn liður í þeim breytingum sem eiga sér stað á yfirstandandi skólaári er innleiðing á tækni í kennslu samhliða fjölbreyttari kennsluháttum. Í upphafi skólaárs voru keyptar um 50 litlar spjaldtölvur sem og þráðlausu neti komið fyrir í öllum skólanum.
Lesa meira
17.02.2016
Nú standa yfir breytingar á kennsluháttum á unglingastigi skólans. Þær breytingar eru liður í breytingarferli sem stefnt var að á yfirstandandi skólaári. Lögð er aukin áhersla á ábyrgð nemanda á eigin námi, fjölbreyttari kennsluhætti og aukinn metnað. Markmiðið er áfram bættur námsárangur nemanda.
Lesa meira