Að vera PERFECT

Perfect hópurinn
Perfect hópurinn
Nú standa yfir æfingar hjá nemendum 10. bekkjar á leikritinu Perfect eftir Hlín Agnarsdóttir. Ásta Magnúsdóttir leikstýrir krökkunum og sýningar munu fara fram í Samkomuhúsinu. Stefnt er að frumsýningu 28. apríl næstkomandi. Þetta er liður í fjáröflun fyrir skólaferðalag.

Nú standa yfir æfingar hjá nemendum 10. bekkjar á leikritinu Perfect eftir Hlín Agnarsdóttir. Ásta Magnúsdóttir leikstýrir krökkunum og sýningar munu fara fram í Samkomuhúsinu. Stefnt er að frumsýningu 28. apríl næstkomandi. Þetta er liður í fjáröflun fyrir skólaferðalag.

Æfingar ganga vel og krakkarnir eru hressir en verkinu má líkja við Ísland Got Talent þátt. Það er því í nógu að snúast hjá nemendum 10. bekkjar þessa dagana fyrir utan hefðbundinn skóla, vinnu og íþróttir.

Viðburðinn má finna með því að smella HÉR.