- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur unglingastigs fengu fyrirlestur hjá Rauða kross Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um að fólk eigi að bera virðingu fyrir náunganum, sama af hvaða uppruna hann er. Á Íslandi búa 320.000 manns og þar af eru um 10% af erlendum uppruna, eða um þrjátíuþúsund einstaklingar.
Undanfarin ár hefur borið á því að fólki sé mismunað eftir þjóðerni, til dæmis þegar kemur að atvinnu og húsnæðismálum. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið allt. Þessi fyrirlestur er liður í átaki Rauða krossins í samstarfi við Evrópustofu, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Mannréttindastofu Reykjavíkur og fleiri aðila.
Tíu prósent þjóðarinnar eru af erlendum uppruna og allir eiga að búa við sömu réttindi. Því segir Rauði krossinn vertu næs! Nemendur voru ánægðir með fyrirlesturinn og hann kveikti ýmsar spurningar um jafnan aðgang allra að tilverunni og þá jákvæðu breytingu sem fjölmenning hefur á samtímann sama hvar hennar nýtur.
Hægt er að lesa meira um átakið í heild sinni, www.vertunaes.is eða hér #vertunæs á twitter.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |