- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Þessa síðustu viku fyrir páskafrí hefur 1. bekkur verið mjög menningarlegur og heimsótt söfn og horft á leiksýningu.
Krakkarnir byrjuðum vikuna á að heimsækja Hvalasafnið þar sem Halldór Jón tók á móti þeim og sýndi þeim safnið. Það var mjög gaman að sjá grindina af risastóru steypireyðinni sem hefur verið sett þar upp. Einnig var gaman að kíkja í leikherbergið og skoða alla hina hvalina á safninu.
Á miðvikudag fóru krakkarnir á leiksýningu hjá 7. bekk. Þar sáu þeir uppfærsluna á Emil í Kattholti í uppsetningu 7. bekkjar. Það var virkilega gaman og krakkarnir léku vel.
Í dag fóru krakkarnir í heimsókn á Safnahúsið þar sem þeir skoðuðu listasýningu leikskólabarna á Tungu. Einnig fengu þeir að kíkja á ísbjörninn og fleiri muni á safninu. Það var skemmtilegt og gekk vel.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |