Litlu Ólympíuleikarnir

Litlu Olympíuleikarnir er íþróttadagur innan skólans þar sem nemendur reyna sig í hinum ýmsu einstaklingsgreinum. Greinarnar reyna á fjölbreytta vöðvahópa og getu og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nemendur sem það vilja velja sér grein eða greinar og æfa sig í henni/þeim fram að keppnisdegi.
Lesa meira

UNGLINGURINN - Fréttabréf unglingastig Borgarhólsskóla

Hér er tengill á fyrsta fréttabréf unglingastigs Borgarhólsskóla.
Lesa meira

Unglingar út fyrir rammann og til fyrirmyndar

Árlega fara nemendur 9.bekkjar Borgarhólsskóla á Húsavík í ungmennabúðirnar að Laugum í Sælingsdal. Nemendur fæddir á aldamótaárinu fóru í búðirnar í síðustu viku, net- og símalausir enda bannað að hafa síma eða önnur nettengd raftæki með sér. Í stuttu máli gekk ferðin í alla staði reglulega vel og ástæða til að vera stolt af unglingunum okkar.
Lesa meira

Lífið á Laugum

Nemendur 9. bekkjar skólans lögðu snemma af stað í gær í skólabúðir að Laugum í Sælingsdal. Það var snjókoma og kuldi sem mætti nemendum í morgunsárið en leiðin lág í vestur og um hádegisbil voru þeir mættir á Vesturlandið. Þegar þangað var komið var fundað með nemendum um reglur og lífið á Laugum og hádegisverður snæddur að því loknu. Nemendur komu sér svo fyrir í sínum herbergjum og var síðan skipt í hópa áður en tekið var til starfa.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

Við óskum öllum gleðilegs árs og þökkum fyrir samveruna og samstarfið á liðnu ári. Megi nýtt ár færa ykkur öllum gæfu og gleði við leik og störf. Skólahald hefst að nýju þriðjudaginn 6. janúar kl. 8.15.
Lesa meira

Gleðileg jól

Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Kærar þakkir fyrir gott og gefandi samstarf á árinu sem er að líða. Hátíðarkveðja í öll hús frá starfsfólki Borgarhólsskóla.
Lesa meira

Litlu jólin

Tímasetningar Litlu jóla
Lesa meira

Jólabók

Nemendur í 5. bekk eru að vinna í „jólabók“ en þar fást krakkarnir við verkefni tengd jólum og jólahaldi.
Lesa meira

Nemendur í 1.bekk syngja

Börnin í 1. bekk hafa verið dugleg að syngja ásamt umsjónarkennurum í desember. Ákveðið var að enda söngsyrpuna fyrir jól á því að fara og heimsækja heimilisfólk í Hvammi og Skógarbrekku og leyfa þeim að njóta söngsins. Varð þetta hin skemmtilegasta ferð og börnin stóðu sig frábærlega. Mjög vel var tekið á móti þeim bæði með fallegum brosum og veitingum. Kærar þakkir fyrir okkur. 1. bekkur.
Lesa meira

Jólasveinahúfur

Á morgun, þriðjudaginn 16.desember, verður jólasveinahúfudagur hjá okkur í Borgarhólsskóla - við hvetjum alla til að mæta með jólasveinahúfur.
Lesa meira