04.02.2016
Undanfarið hafa nemendur 10. bekkjar unnið að ýmsum verkefnum tengt náms- og starfsfræðslu. Nemendur hafa m.a. farið í greiningarvinnu sem leiðir þá að því starfi sem þeir hafa mestan áhuga á. Samhliða þessu skoða nemendur leiðir að því starfi, undir leiðsögn námsráðgjafa.
Lesa meira
02.02.2016
Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á 10. febrúar.
Lesa meira
03.01.2016
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á morgun, þriðjudag eftir gott frí. Við vonum að nemendur, foreldrar og fjölskyldur þeirra hafi átt ánægjulegar samverustundir í jólaleyfinu og slakað vel á. Hugsanir skapa framtíðina og hollt að æfa sig í að hugsa jákvætt nú þegar 53 kennsludagar eru til páska og 98 dagar eftir af þessu skólaári.
Lesa meira
21.12.2015
Við óskum öllum nemendum okkar og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum samstarfið á líðandi ári.
Nemendur sjáum við aftur þann 5. janúar 2016.
Starfsfólk Borgarhólsskóla
Lesa meira
21.12.2015
Litlu jólin eru yndisleg hefð í flestum grunnskólum landsins og hér var dagurinn eins og ávallt dásamlegur. Jólasveinar heimsóttu okkur og gengu með okkur í kringum jólatréð. Nemendur og fyrrverandi nemendur Tónlistarskóla Húsavíkur léku undir.
Lesa meira
18.12.2015
Úrslit í jólagetraun unglingastigs 2015 voru kynnt í gær, fimmtudag. Í getrauninni voru birtar 13 ólíkar spurningar. Í upphafi voru um 60 nemendur af unglingastigi sem tóku þátt af 87 og var þátttaka því góð. Nemendur skiluðu svörum sínum með rafrænum hætti.
Lesa meira
17.12.2015
4. og 5.bekkingar hafa verið að heimsækja Hvamm og sjúkrahúsið.
Lesa meira
14.12.2015
Laust er til umsóknar starf skólaliða 50-65% starfshlutfall. Í Borgarhólsskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Unnið er að ýmsum áhugaverðum þróunarverkefnum og innleiðingu uppeldisstefnunnar Jákvæður agi.
Lesa meira
08.12.2015
Skólahald með nokkuð hefðbundnu sniði í dag þriðjudag. Athugið að símkerfi og tölvukerfi skólans liggja niðri en ná má í ritara skólans í gsm 892-1628.
Lesa meira
07.12.2015
Í ljósi þess að slæm veðurspá er fyrir næsta sólarhringinn biðjum við foreldra að fylgjast með upplýsingum um skólahald, hér á heimasíðu skólans. Upplýsingar verða settar inn 07.30 í fyrramálið.
Í starfsáætlun skólans hér á heimasíðunni má sjá nánar um vinnulag okkar þegar um óveður er að ræða.
Lesa meira